Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Á geðveikrahæli sér vakthafandi læknir þrjá geðveika, sem hlaupa um með kústum, meðan að sá fjórði stendur hlæjandi hjá. Læknirinn spyr þann hlæjandi að því hvað eiginlega sé um að vera og fær sem svar eftirfarandi: „Ég dró upp lítinn krítarhring á gólfið og lofaði viðkomandi eftirréttnum mínum, sem fyrstur setti niður pútt. Nr. 2 Hér má sjá skemmtilegt myndskeið af manni sem fer í golf snemma morguns …. en hættir síðan við vegna veðurs SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Sergio Garcia sigraði á Qatar Masters
Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem stóð uppi sem sigurvegari á Commercial Bank Qatar Masters. Hann lék á samtals 16 undir pari líkt og Finninn Mikko Ilonen og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, sem Garcia sigraði í, á 3. holu bráðabanans. Ilonen varð því að láta sér lynda 2. sætið, líkt og Garcia fyrir ári síðan þegar Chris Wood fékk örn á lokaholuna og stal sigrinum frá Garcia og George Coetzee. Sigurinn var Garcia því einstaklega sætur. Samtals lék hann sem segir á 16 undir pari, 272 höggum (71 67 69 65) og hlaut í verðlaun € 305,232. Sjá má lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með því Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ari Gylfason ——— 25. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ari Gylfason. Ari er fæddur 25. janúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ari býr í Sandgerði og er félagi í GSG – Hann varð m.a í 3. sæti í 1. flokki á Meistaramóti GSG, 2013 og gengur yfirleitt vel í opnum mótum. Ari er í sambúð með Maríu Guðmundu Pálsdóttur og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ari Gylfason (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (50 ára stórafmæli!!!); Lynnette Teresa Lesa meira
10 athyglisverðustu æðisköstin í golfi
Yfirleitt þykir atvinnumönnum í golfi miður þegar félagar þeirra missa stjórn á sér úti á golfvelli. Ró- og jafnlyndi þykir meðal höfuðkosta góðs kylfings. Góður kylfingur tekur slæmu höggunum eða slæmu gengi af jafnaðargeði og veit að það kemur alltaf dagur á eftir þann slæma! Pádraig Harrington, er þó e.t.v. undantekningin sem sannar regluna. Hann tjáði sig um það við Irish Golf Desk að sér þættu geðluðrur og æðisköst samspilara sinna oft bara fyndin og nefndi sérstaklega tilvik sem átti sér stað í Opna breska 2007, í Carnoustie, þegar Richie Ramsay var eitthvað óánægður með tilveruna. Harrington sagðist hafa sett niður pútt sitt á fyrstu holu en Ramsay missti púttið Lesa meira
Golfútbúnaður: Golfbolir Nike hannaðir af og fyrir Rory
Á meðfylgjandi myndum má sjá nýjustu Nike golfbolina, sem Rory McIlroy átti sjálfur þátt í að hanna. Sjá má nýju Nike golfbolina með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Korda leiðir e. 2. dag á Bahamas
Það er bandaríski kylfingurinn Jessica Korda sem tekið hefir forystu á 2. degi Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu. Jessie er búin að spila á samtals 11 undir pari, 135 höggum (69 66). Í 2. sæti er hinn nýtrúlofaði bleiki pardus, Paula Creamer, sem er aðeins 1 höggi á eftir Korda. Um hringinn sinn fína sagði Korda m.a.: „Það hvessti um leið og við vorum búnar að tía upp. Þetta fór úr fallegu, sólríku veðri, með smá vindi og skýjum í hvirfilbyl. Það var erfitt þarna úti. Ég á við þetta var svolítið andlega lýjandi vegna þess að maður varð að gefa allt í hvert högg. Paula (Creamer) hélt mér Lesa meira
Nýir SNAG leiðbeinendur útskrifast
Þann 17. janúar s.l. bættist öflugur hópur við sístækkandi hóp SNAG golf leiðbeinenda og voru margir hinna nýju leiðbeinenda langt að komnir. Þannig mættu t.a.m. Arnar Freyr Þrastarson frá Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) og Sigbjörn Þorgeirsson frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ), sem og Hugrún Elísdóttir frá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði (GVG). Í Grundarfirði verður boðið upp á SNAG kennslu í grunnskólanum og er verkefnið myndarlega styrkt á Grundarfirði. Leiðbeinendanámskeiðið var haldið í Hraunkoti, Hafnarfirði og hafa nú alls 40 SNAG leiðbeinendur útskrifast hér á landi. Golf 1 óskar nýju leiðbeinendunum góðs gengis við að útbreiða golfið á Íslandi! Á meðfylgjandi hópmynd vantar Björgvin Sigurbergsson og Torfa Magnússon.
PGA: Spieth efstur e. 2. dag Farmers
Það er Jordan Spieth sem leiðir í hálfleik á Farmers Insurance Open mótinu í La Jolla, Kaliforníu. Hann er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (71 63) og átti glæsihring og lægsta skor í gær, 63 högg, á hring þar sem hann skilaði skollalausu skorkorti, með 9 fuglum og 9 pörum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Spieth er forystumaður 1. dags; sigurvegari Opna breska 2009: Stewart Cink. Enn öðru höggi á eftir er Belginn Nicolas Colsaerts á samtls 8 undir pari og síðan deila Marc Leishman og Billy Horschel 5. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor – 3 höggum á eftir Spieth. Lesa meira
Evróputúrinn: Steven Webster og Rafa Cabrera-Bello leiða eftir 3. dag í Qatar
Það eru Englendingurinn Steven Webster og Kanarí-eyingurinn Rafa Cabrera-Bello, sem leiða fyrir lokahringinn í Doha golfklúbbnum á Commercial Bank Qatar Masters. Báðir eru þeir Webster og Cabrera-Bello búnir að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum; Webster (65 69 70) og Cabrera-Bello (66 65 73). Þriðja sætinu deildu þeir Adrien Saddier, Thorbjörn Olesen og Thomas Aiken, aðeins 1 höggi á eftir hver á samtals 11 undir pari, hver. John Daly átti því miður slakan 3. hring upp á 77 högg, en hann deilir 44. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. nr. 1 í Evrópu Henrik Stenson og fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer. Sjá má stöðuna eftir 3. Lesa meira
Golf fær 4.000.000 í afreksstyrk frá ÍSÍ
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 23. janúar 2014, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2014. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 96 milljónum króna. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 26 sérsamböndum. Hljóta þau öll styrk að þessu sinni vegna 37 landsliðsverkefna, 19 liða og vegna verkefna 38 einstaklinga. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 92 einstaklinga að þessu sinni og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur sérstaklega. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2014 hækkaði í 70 m.kr., en var árið áður 55 m.kr. og árið 2012 var framlag ríkisins 34,7 m.kr. auk þess sem að styrk vegna undirbúnings fyrir Lesa meira










