Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Rory efstur á 63 höggum eftir 1. hring í Dubaí – Tiger á 68 höggum

Rory McIlroy er efstur eftir 1. hring á Omega Dubai Desert Classic mótinu.

Hann lék á 9 undir pari, 63 höggum. Hann er efstur sem stendur og Edoardo Molinari og Matthew Baldwin þeir einu sem ógna honum í efsta sætinu, en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Á hringnum fékk Rory örn á par-5 3. holu Emirates golfvallarins og síðan 7 fugla.

Stephen Gallacher sem var í ráshóp með Rory og á titil að verja var á 66 höggum og er sem stendur í 3. sæti og Tiger var miklu betri en á Torrey Pines, lék á 68 höggum og er í 8. sæti.

Hér má fylgjast með gangi mála á 1. hring Omega Dubai Desert Classic SMELLIÐ HÉR: