Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 07:30

PGA: Takið þátt í að velja kylfing mánaðarins

Það sem af er árs hafa 4 kylfingar sigrað á mótum PGA Tour:  Zach Johnson hóf árið á því að sigra í Tournament of Champions, Jimmy Walker vann 2. sigur sinn á PGA Tour þegar hann vann Sony Open í Hawaii. Patrick Reed vann Humana Challenge eftirminnilega og nú síðast var það Scott Stallings sem sigraði á Farmers Insurance Open, móti sem verður e.t.v. mest í minni haft fyrir þær sakir að Tiger Woods var á 2. versta skori sínu á ferlinum í mótinu.

Nú stendur PGA Tour í því að velja kylfing janúarmánaðar 2014.

Þið getið tekið þátt og valið meðal ofangreindra 4 kylfinga með því að SMELLA HÉR: