Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 15:00

Lee Westwood sér framfarir í leik sínum

Lee Westwood er ekki einn af þeim kylfingum sem er í Dubai.  Hann hóf keppnistímabilið á Farmers Insurance Open þar sem hann varð T-47 og mun hefja leik í kvöld á Waste Mangement Open í Phoenix.

Westwood ætlar að sleppa Miðausturlandasveiflu Evróputúrsins og einbeita sér að mótum á PGA Tour.

Hann hefir verið að vinna í golfinu sínu ásamt Sean Foley og finnst hann loks sjá árangur erfiðisins og hlakkar til að keppa í Phoenix.

Sérstaklega hafa orðið framfarir í púttunum hjá honum og verður því spennandi að fylgjast með honum á Waste Management!

Til þess að sjá viðtal Sky Sports við Westy SMELLIÐ HÉR: