Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 15:30

Golfútbúnaður: Callaway Optimise X2 Hot and X2 Hot+ golfboltar

Callaway er að setja á markað nýja golfbolta á morgun.

Þeir nýju byggja á vinsældum  X Hot og nýju  X2 Hot trjá, blendinga og járna-línunnar og bæta við hana.

Þetta eru golfboltar sem eru ólíkir 4 og 5 laga Speed Regime golfboltunum.

X2 Hot boltarnir eru hannaðir til þess að fara sem lengst og ná sem mestum spinn aðskilnaði fyrir leikmenn sem eru með „miðlungs“ sveifluhraða þ.e. undir 90 mílum/klst.

Fyrir þá leikmenn sem eru með 90 mílu/klst sveifluhraða eða þar fyrir ofan þá kemur Callaway með X2 Hot + golfboltana.

Nýi Callaway golfboltinn

Nýi Callaway golfboltinn

Báðir boltar eru með „mýkstu lagar hönnun“ Callaway til þessa, þannig að tilfinningin þegar boltinn er sleginn verði mjúk og minna sé um spinn sem aftur veldur beinni og lengri höggum af teig.

Mjúkt Trionomer lag er falið í Callaway’s HEX tækninni og hannað til að ná fram stöðugri boltaflugi. Innan í boltanum er nýr, hraður innri mötull sem hjálpar til við að ná fram sem mestum boltahraða.

Hægt er að fá Callaway golfboltana í gulu og hvítu

Hægt er að fá Callaway golfboltana í gulu og hvítu

Hér má sjá allt nánar um boltana:

Nánar um Callaway X2 Hot golfbolta:
Kemur á markað í Englandi 31. janúar 2014
Kemur á markað í Bandaríkjunum 31. janúar 2014
Verð £24.99 (u.þ.b. 4000 íslenskar krónur)
Ætlað fyrir alla nema kylfinga með lægstu fgj.
Boltahönnun 3-Piece
Spinn Meðal
Tilfinning bolta Mjúk
Litaúrval Hvítir, gulir
Magn 3, 12
Vefsíða framleiðanda Callaway Vefsíða