Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 10:30

GR: Svanhildur efst eftir 4. púttmót GR-kvenna

Nú er 4. púttmóti GR-kvenna lokið en alls eru mótin 8.  Alls hafa 147 konur tekið þátt í púttmótaröðinni og 63 tekið þátt í öllum 4 mótunum. Kvennanefnd GR sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Spennan í púttmótaröð GR kvenna er að verða óbærileg. Aðeins munar einu stigi á þeim Svanhildi Sigurðardóttur og Sigríði M Kristjánsdóttur en þær hafa skipst á að halda forrystunni síðustu tvær vikurnar. Nú þegar mótaröðin er hálfnuð leiðir Svanhildur með einu stigi, skaust upp fyrir Sigríði í kvöld.  Marólína Erlendsdóttir er jöfn Sigríði að stigum og í humáttina á eftir þeim raða aðrar GR konur sér á flottu skori.
Það er mjótt á munum og allt getur gerst þegar fjögur púttkvöld eru eftir.

Minnum á Facebook síðu GR kvenna:
https://www.facebook.com/groups/26821872890/

og heimasíðu GR þar sem lesa má allt um hvað er að gerast í klúbbnum www.grgolf.is 

Við höfum orðið þess áskynja að konur kjósa að mæta fyrr í púttið heldur en auglýst er. Því finnst okkur eðlilegt að bregðast við með því að byrja fyrr og þar með hætta fyrr. Hér eftir hefjum við leik kl.18 og reiknum með að síðustu holl skili inn kortum um kl. 21.

Hlökkum til að sjá ykkur að viku liðinni.“

Sjá má stöðuna í púttmótaröð GR-kvenna eftir 4. mótið með því að SMELLA HÉR: