Þórdís Geirdsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2013 og 2016 og Íslandsmeistari 50+ 2016. Verður hún líka Íslandsmeistari 35+???
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2014 | 10:15

GK: Þórdís á toppnum

Miðvikudaginn 29. janúar fór fram 3. púttmót Keiliskvenna.

Alls hafa 16 konur lokið þremur hringjum og skipast svona í sæti:

1. sæti Þórdís Geirs 86 pútt
2. sæti Ólöf Baldurs 94 pútt
3. sæti Lovísa Hermanns 95 pútt
4.-7. sæti  Anna Snædís, Birna, Guðrún Bjarna og Guðbjörg 97 pútt.

Í gær fór 4. púttmót Keiliskvenna fram og verða úrslit birt um leið og þau liggja fyrir.

Það er nóg eftir og enn ekkert of seint að byrja og reyna að verða púttmeistari Keiliskvenna!

Kvennanefndin vill hvetja konur til að mæta en púttmótin eru kjörinn vettvangur fyrir Keilis-konur að hittast og nýliða til að kynnast sterku og góðu kvennastarfi Keilis!