Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2014 | 08:00

Furyk vaknar af vetrardvala

Jim Furyk hefir næstum ekkert verið við keppni á golfmótum s.l. 4 mánuði.

Ekki að hann hafi orðið fyrir slysi eða verið meiddur.

Furyk hefir verið að tala um það sl. nokkur ár að hann ætli að minnka við sig þ.e. draga úr þátttöku í golfmótum.  Síðasta alvöru golfmót sem hann tók þátt í var á East Lake í Tour Championship, 22. september s.l.

Furyk ákvað að taka ekki þátt í HSBC Champions í Shanghai.Hann hætti við þátttöku McGladrey Classic af persónulegum ástæðum (eitthvað kom upp í fjölskyldu hans) en hann dustaði rykið af kylfunum sínum til að taka þátt í  World Challenge móti Tiger og það hefir verið eina mótið sem hann hefir spilað í á s.l. 4 mánuðum.

„Ég ætla ekki alveg að fara að fordæmi Steve Stricker enn,“ sagði Furyk og vísaði þar með til vinar síns á PGA Tour, sem dró verulega úr mótaþátttöku sinni á s.l. ári.

Stricker og Furyk eru einu leikmennirnir af PGA Tour á topp-50 heimslistans sem eiga enn eftir að spila í móti á PGA Tour frá því að keppnistímabilið hófst í októger.  Báðir eru í síðustu sætunum á FedEx Cup listanum.

„Við erum einu gæjarnir sem ekki höfum komist í gegnum niðurskurð. Er það, það sem þú ert að segja? spurði Furyk fréttamann brosandi.

En Furyk „vaknar af vetrardvala“ nú í vikunni þar sem hann tekur þátt í AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Stricker hins vegar ætlar ekkert að spila fyrr en eftir nokkrar vikur á  Match Play Championship.

Furyk hefir  ekkert sigrað frá árinu  2010 þegar hann vann Tour Championship, þó hann hafi verið ansi nálægt sigri nokkrum sinnum s.l. tvö ár. Furyk var þannig m.a. T-1 þegar eftir voru 3 óspilaðar holur á Opna bandaríska 2012, en þá húkkaði hann með 3-trénu sínu og fékk skolla. Fyrir ári síðan átti hann 1 högg á Jason Dufner fyrir lokahring  PGA Championship og átti ekkert svar við lokahring Dufner upp á 68 högg.

Furyk hefir orðið fyrir ýmsum vonbrigðum á s.l. ári. T.a.m. var gengið framhjá honum þegar Forsetabikarslið Bandaríkjanna var valið; hann hafði ekki áhuga á að vera aðstoðarliðsstjóri og varði afgangnum af árinu heima í Flórída. Hann fór ekki einu sinni á leik Pittsburgh Steelers.

„Það var bara gott að taka sér frí og vera heima,“ sagði hann. „Ég er að reyna að komast að réttum fjölda móta sem ég ætla að taka þátt í, ef ég vil að leikur minn sé skarpur. Ég vil vera í góðu formi fyrir risamótin og vil að leikur minn sé skarpur þá. Og á haustin vil ég vera með fjölskyldunni. Ég vil búa til morgunmat fyrir börnin mín og fara með þau í skólann og taka þátt í lífi þeirra.“

Dóttir hans er 11 ára og sonur hans er nýorðinn 10 ára.

En það var fleira sem pirraði hann á síðasta ári.  Furyk sagði að hann hafi verið pirraður. „Hann ber vitni um það,“ sagði hann og átti við kaddý sinn. „Mike „Fluff Cowan (kaddý) segir að ég hafi verið óþolinmóður. Ég var ekki eins þolinmóður og ég hef verið.“ Kannski ekki skrítið; Furyk er búinn að vera yfir 20 ára á túrnum, hefir sigrað 16 sinnum, þ.á.m. á 1 risamóti og eins hefir hann verið í 15 landsliðum í röð; aðeins 3 sinnum hefir Furyk ekki verið meðal 30 efstu á heimslistanum, þegar hann hefir verið frískur.“

„Ég hugsa að allir sem verið hafa verið 20 ár á túrnum gangi í gegnum tímabil þar sem þeir vilja ekki spila golf, ég vildi bara ekki vera pirraður,“ sagði Fury. „Ég vildi skemmta mér meira. Ég varð að stjórna tíma mínum þegar ég var á vellinum og eins heima og varð bara að bæta dagskránna.“

Hann talaði við pabba sinn, sem er eini þjálfarinn, sem hann hefir nokkru sinni haft og hann bað Cowan, kaddýinn sinn að koma með tillögu að tímaplani.

„Það sem hann (Cowan) stakk upp á er það sem við munum fara eftir.“

Furyk sagði að nýja tímaplanið geri ráð fyrir mánaðarfríi milli Opna bandaríska og Opna breska, en það er í fyrsta sem sem svo er á dagskrá Furyk. Hann ætlar að fara með fjölskylduna í fjallafrí í Utah. Það þýðir að hann missir af  AT&T National á Congressional, sem er völlur sem hann elskar. En þetta er meðal ákvarðanna sem hann hefir tekið.

„Það verður sárt að missa af Congressional,“ sagði hann. „Ég hef aldrei sleppt móti sem ég elska. Ég hef sleppt mótum sem mér líkar við en aldrei móti sem ég elska.“

Nú spilar Furyk í AT&T Pebble Beach National Pro-Am.. Meðal þátttakenda eru 156 áhugamenn og jafnmargir atvinnumenn og þeir spila saman í 3 daga á Pebble Beach, Spyglass Hill Shore golfvellinum í  Monterey Peninsula Country Club.

Brandt Snedeker er sá sem á titil að verja. Það verður fróðlegt að fylgjast með Furyk, kylfingnum með sérkennilegu sveifluna 🙂