Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2014 | 21:15

ALPG&LET: Webb hlaut frávísun

Áttfaldur sigurvegari RACV mótsins og sú sem átti titil að verja í Volvik RACV Ladies Masters í Ástralíu, Karrie Webb var vísað úr mótinu  fyrir að skrifa undir rangt skorkort.

Webb skrifaði undir annan hringinn upp á 1 yfir pari, 74 högg og hefði með því komist í gegnum niðurskurð.

Hún hafði þó að fyrra bragði samband við dómara og sagðist hafa skrifað undir par á 12. braut þegar hún ætti að hafa skrifað skolla á sig.

Framkvæmdastjóri LET, Fraser Munro sagði: „Það var algerlega ljóst að hún skrifaði undir rangt skorkort. Hún var augljóslega vonsvikin.“ …. en Webb hlaut frávísun úr mótinu.

„Hún verður að ganga úr skugga um að rétt skor sé skráð á allar 18 holur sínar,“ sagði Munro, loks.