Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2014 | 07:30

ALPG&LET: Cheyenne Woods og Stacy Lee Bregman efstar eftir 2. dag Volvik RACV Ladies Masters

Frænka Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods deilir efsta sætinu á Volvik RACV Ladies Masters, ásamt Stace Lee Bregman frá Suður-Afríku, eftir 2. dag mótsins.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 10 undir pari, 136 höggum (69 67).

Í 3. sæti hin enska Trish Johnson á samtals 9 undir pari og í 4. sæti eru Camilla Lennarth frá Svíþjóð, á 8 undir pari.

Charley Hull og Katie Burnett deila sér síðan 5. sætinu, 3 höggum á eftir forystukonunum á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Volvik RACV Ladies Masters eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR: