Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 08:30

PGA: Bubba sigraði á Northern Trust – Hápunktar og högg 4. dags

Það var Masters risamótsmeistarinn (2012)  Bubba Watson sem stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open, sem fram fór á Riviera í Pacific Palisades í Kaliforníu.

Bubba lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (70 71 64 64).

Í 2. sæti var Dustin Johnson 2 höggum á eftir Watson á samtals 13 undir pari, 271 höggi (66 70 69 66).

Jason Alred og Brian Harman (báðir á 12 undir pari, hvor) deildu 3. sæti og enn einn Masters sigurvegarinn (2011)  Charl Schwartzel var einn í 5. sæti á 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta loka/4. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: