Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:45

GKG: Úrvalshópur GKG hitti Charlotte Sörenstam í æfingaferð í Orlando

Valinn hópur fremstu kylfinga í GKG er  þessa dagana í æfingaferð í Orlando í Flórída. Skilyrði fyrir þátttöku í þessari ferð var að vera hluti af Afrekshópi GSÍ og hafa náð menntaskólaaldri. Kylfingarnir eru að æfa og leika við frábærar aðstæður á Orlando svæðinu, og stendur æfingaferðin yfir í rúma viku. Á æfingu í fyrradag (16. febrúar 2014)  hittu þau Charlotte Sörenstam, sem rekur golfskóla á Reunion Resort, en hún er systir einnar af goðsögnum golfsins, Anniku Sörenstam. Á meðfylgjandi mynd af úrvalshópnum vantar Ragnar Má Garðarsson, sem þurfti að yfirgefa hópinn og halda til golfliðs háskóla síns, McNeese, sem er við keppni í Texas.   Á forsíðumyndinni eru frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:30

EPD: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Open Samanah mótinu sem fram fór á Jack Nicklaus hannaða golfvellinum í Samanah Country Club í Marakesh,Marokkó,  en mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Þórður lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (74 76). Aðeins 40 efstu og þeir sem jafnir voru í 40. sætinu komust áfram og var niðurskurður að þessu sinni miðaður við samtals 2 yfir pari. Það munaði því 4 höggum að Þórður Rafn kæmist í gegn. Til þess að sjá stöðuna á Open Samanah SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:15

GR: Æfingamottum stolið í Básum

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt: „Miðvikudaginn 12. febrúar á milli kl.11:00 og  kl.15:00 gerðust einhverjir óprúttnir aðilar fingralangir og tóku ófrjálsri hendi sex æfingamottur úr Básum. Meðfylgjandi mynd hér að neðan sýnir hvernig motturnar eru. Aðferðin sem þeir notuðu virðist hafa verið á þá leið að þeir hafa hent mottunum niður af annarri hæð í norður enda Bása, sett þær í bíl og ekið burt. Þeir aðilar sem hugsanlega hafa orðið varir við mannaferðir sem hugsanlega tengjast þessum  aðgerðum,  góðfúslega hafið samband við Skrifstofu Golfklúbbs Reykjavíkur, sími 580-0200. Golfklúbbur Reykjavíkur“

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:00

Kate eiginkona Aiken var kaddýinn hans í Africa Open

Heimamaðurinn Thomas Aiken vann Africa Open mótið nú um helgina, en það var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins og telst því sem sigur á báðum mótaröðum.   Aiken sigraði með fugli á fyrstu holu bráðabanans í  East London golfklúbbnum, eftir að hann og Englendingurinn Oliver Fisher voru báðir á 20 undir pari, hvor eftir hefðbundnar 72 holur.   Reyndar missti Fisher rétt af sigri á 18. flöt nokkrum mínútum fyrir bráðabanann þegar hann missti fuglapútt og varð því að fara í bráðabanann.  Þar var 18. spiluð aftur og Fisher átti eftir 5 metra parpútt …. meðan Aiken setti niður 12 metra fuglapútt. Þetta var fyrsti sigur Thomas Aiken á heimavelli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 08:30

GK: Auglýst laust starf vélvirkja

Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði óskar eftir að ráða öflugan aðila í starf vélvirkja. Vélvirki ber ábyrgð á fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum á vélaflota klúbbsins. Um framtíðar starf er að ræða fyrir réttan aðila. Golfklúbburinn Keilir er einn stærsti golfklúbbur landsins. 4 heilsársstarfsmenn vinna við viðhald vallarins í viðbót við 16 sumarstarfsmenn. Golfvöllurinn er þekktur fyrir góða umhirðu á meðal kylfinga og því mikilvægt að vélar klúbbsins séu ávalt í góðu ásigkomulagi svo hægt sé að viðhalda þeim gæðum sem meðlimir og aðrir kylfingar búast við. Starfssvið: • Umsjón á viðhaldi alls vélaflota golfklúbbsins, frá smátækjum til bifreiða. • Sér til þess að vélafloti klúbbsins sé starfshæfur og fullgildi allar öryggiskröfur. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og Guðrún Brá hittust í Kaliforníu

Það var íslenskur kylfingur sem þekkir vel til golfvalla í Kaliforníu, sem var meðal áhorfenda á fyrsta móti Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, GK, Peg Barnard mótinu , á golfvelli Stanford í Kaliforníu í gær …. Eygló Myrra Óskarsdóttir. Eygló Myrra útskrifaðist í fyrra vor frá University of San Fransisco  og auk þess að fylgjast með Guðrúnu Brá var hún að horfa á gömlu félaga sína í USF keppa. Eygló Myrra býr enn í San Francisco og æfir með golfliði USF, þó hún keppi ekki lengur með liðinu. Guðrún Brá var hins vegar að keppa í fyrsta sinn með „The Bulldogs“, kvennagolfliði Fresno State. Á heimasíðu Guðrúnar Brá sagði að gott hefði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Þór Bjarkason – 17. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Þór Bjarkason.  Hann er fæddur 17. febrúar 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Bjarki er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og er með 22,1 í forgjöf. Bjarki er trúlofaður Ingibjörgu Magneu og þau eiga 4 syni. Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Bjarki Bjarkason (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Michael Jordan, 17. febrúar 1963 (51 árs); Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (27 ára) ….. og ….. Aron Bragason Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 14:55

Hver er kylfingurinn: Kirk Triplett?

Kirk Alan Triplett sigraði í gær á Ace Group Classic mótinu á Champions Tour. En hver er þessi Triplett? Kirk Alan Triplett fæddist 29. mars 1962 í Moses Lake, Washington og er því 51 árs. Hann hefir spilað á Nationwide Tour, PGA Tour og er nú leikmaður á Champions Tour. Triplett ólst upp í Pullman og útskrifaðist frá Pullman High School 1980 og fór á golfskólastyrk í University og Nevada í Reno, þar sem hann hlaut gráðu í verkfræði. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1985. Triplett hefir 3 sinnum sigrað á PGA Tour á ferli sínum: Nissan Open árið 2000; Reno-Tahoe Open, árið 2003 og Chrysler Classic of Tucson mótinu 2006. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 14:00

Stricker með í heimsmótinu í holukeppni

Steve Stricker sagði í fyrradag, laugardaginn 15. febrúar að hann ætlaði að hann yrði með í heimsmótinu í holukeppni (ens. Match Play Championship)  þar sem bróðir hans hefir nú gengist undir lifrarflutning, sem tókst vel. Stricker hafði áður hallst að því að hann myndi EKKI spila í Arizona þar sem eldri bróðir hans, hinn 50 ára Scott Stricker, var að bíða eftir að gangast undir lífæraflutningsaðgerð, þar sem hann vantaði nýja lifur og þar sem hann beið í miklum sársauka á sjúkrahúsi í Wisconsin. Steve Stricker sagði áður að hann hefði æft en hugur hans hefði ekki verið í golfinu og það myndi verða ansi langsótt að hann tæki þátt ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 13:00

Champions Tour: Triplett sigraði á Ace Classic mótinu – Hápunktar

Það var Kirk Triplett sem stóð uppi sem sigurvegari á Ace Classic mótinu. Triplett lék mótshringina þrjá á samtals 16 undir pari, sléttum 200 höggum (67 67 66). Öðru sætinu, aðeins 1 höggi á eftir Triplett deildu 3 kylfingar: Bernard Langer, Olin Brown og Duffy Waldorf. Til þess að sjá lokastöðuna á Ace Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3./lokadagsins á Ace Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: