Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór, Berglind og Ragnar Már hefja leik í dag

Andri Þór Björnsson, GR, Ragnar Már Garðarsson, GKG og klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir hefja leik í dag í bandaríska háskólagolfinu.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki - 15. júní 2013 á Leirdalsvelli

Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli

Andri Þór og félagar í Nicholls State annars vegar og Ragnar Már og félagar í McNeese hins vegar, hefja leik í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum í Houston Texas.

Andri Már fer út frá 16. teig kl. 8:00 að staðartíma (kl. 14 að okkar tíma hér heima á Íslandi) og Ragnar Már fer út á sama tíma (Shotgun start) en af 2. teig.

Fylgjast má með gengi Andra Þór og Ragnars Más og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1

Berglind Björnsdóttir, GR and UNCG. Photo: Golf 1

Berglind Björnsdóttir hefur leik ásamt kvennagolfliði UNCG í Central District mótinu í Parrish, Flórída, nánar tiltekið á golfvelli River Wilderness CC.

Ekki er til tengill á stöðuna á mótinu, en Golf 1 mun greina frá úrslitum í mótinu um leið og þau liggja fyrir.