Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Skor Guðrúnar Brá taldi í fyrsta móti hennar í bandaríska háskólagolfinu!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State léku nú um helgina á gríðarsterku háskólamóti:  Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla, í Kaliforníu.

Þetta var fysta mót Guðrúnar Brá í bandaríska háskólagolfinu.

Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum og mótið stóð dagana 15.-16. febrúar og lauk því í gær.

Skor Guðrúnar Brá var óvenjuhátt eða samtals 14 yfir pari, 156 högg (80 76), en eins og sést bætti Guðrún Brá sig um 4 högg milli hringja! Hún varð T-53 þ.e. deildi 53. sætinu með 6 öðrum kylfingum.  Sú sem varð í efsta sæti, Dana Finkelstein frá UNVL lék á 5 undir pari, 137 höggum (69 68).

Það tekur sinn tíma að venjast öllu í Bandaríkjunum, öðruvísi flötum, lengri brautum og öllu öðru tengdu golfinu þar, námi og skólanum og Guðrún Brá því eflaust undir miklu álagi!  Það að hún bætti sig um 4 högg lofar góðu …. og þrátt fyrir að þetta sé ekki besta skor ferils Guðrúnar Brá var hún á 4. besta skori liðs sína og taldi það því í 13. sætis árangri Fresno State.

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er Juli Inkster Spartan Invitational sem fram fer 3. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Peg Barnard mótinu SMELLIÐ HÉR: