Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn lauk keppni í 45. sæti á Seminole Match Up

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla tóku nú um helgina þátt í Seminole Match Up, sem fram fór á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída.

Mótið stóð dagana 14.-16. febrúar og voru þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum.

Ingunn tók bara þátt í einstaklingskeppninni.   Hún lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum  (78 77 79).

Ef Ingunn tæki þátt í liðakeppninni væri hún á 4. besta skori liðs Furman, en skor hennar er mun betra en þeirra sem keppa f.h. Furman og eru í 4. og 5. sæti og væri lið Furman því ofar á skortöflunni hefði Ingunn keppt fyrir skólann, en Furman lauk keppni T-7.

Til þess að sjá lokastöðuna á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR: