Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Helga Hálfdánardóttir – 19. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Áslaug Helga fæddist 19. febrúar 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!. Komast má á facebook síðu Áslaugar Helgu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Áslaug Helga Hálfdánardóttir F. 19. febrúar 1974 (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Gestsson, 19. febrúar 1952 (62 ára); Annel Jón Þorkelsson, GSG; 19. febrúar 1959 (55 ára); Ernie Gonzales, 19. febrúar 1961 (53 ára); Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (48 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (43 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (42 ára)….. og ….. Lára Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni: Aumingja Poulter! Farinn heim!!! – Walker vann Grace 5&4
Ian Poulter sagði í viðtali á blaðamannafundi fyrir heimsmótið í holukeppni að hann væri í Dove Mountain, Marana, til þess að sigra því hann hataði að tapa. Nú er fyrstu leikjum í heimsmótinu í holukeppninni lokið og sigraði Fowler, Poulter 2&1!!! Poulter sem hatar að tapa, tapaði og er farinn heim! Hinn leikurinn sem lokið er, er leikur Jimmy Walker gegn Branden Grace. Walker sigraði Grace fremur auðveldlega 5&4! Fylgjast má með leikjunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Poulter: „Ég hata að tapa – ég er hér til að sigra!“
Fastamaður í Ryder Cup liði Evrópu er stjarnan í Medinah, Ian Poulter og því er vart að furða að hann óski sér góðs gengis í heimsmótinu í holukeppni sem hefst í dag á Dove Mountain í Marana, Arizona. Poulter lauk 2013 keppnistímabilinu með stæl þegar hann varð í 2 sæti í Shanghai og Dubai, en hins vegar hefir árið byrjað fremur illa hjá Poulter á PGA Tour; þannig varð hann t.a.m. T-47 á Torrey Pines og í 59. sæti á LA Open og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð í Phoenix. En holukeppni er allt annar handleggur – …. og í uppáhaldi hjá Poulter. Á blaðamannafundi fyrir heimsmótið í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Ragnar Már luku báðir keppni í 66. sæti í Texas
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese tóku þátt í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum, í Houston, Texas. Mótið stóð dagana 17.-18. febrúar 2014 og var lokahringurinn því leikinn í gær. Í mótinu tóku þátt 84 háskólastúdentar frá 15 háskólum. Andri Þór og Ragnar Már deildu 66. sæti, en þeir voru báðir á 19 yfir pari, 235 höggum; Andri Þór (80 81 74) og Ragnar Þór ( 75 79 81). Andri Þór bætti sig um 7 högg á lokahringnum!!! Í liðakeppninni voru þeir báðir Andri Þór og Ragnar Már á 4. besta skori háskóla sinna; Ragnar Már og félagar í McNeese urðu Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind lauk keppni á besta skori UNCG í Flórída
Klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir, tók ásamt liði sínu í bandaríska háskólagolfinu, UNCG þátt í Central District Invitational á Lakewood Ranch í Flórída. Gestgjafi var Michigan State háskólinn. Mótið fór fram dagana 17.-18. febrúar og lauk því í gær. Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum. Berglind lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (72 79 74) og hafnaði í 47. sætinu í mótinu. UNCG varð í 12. sæti í liðakeppninni og var Berglind á besta skorinu af liðsmönnum UNCG. Næsta mót Berglindar og UNCG er Kiawah Invitational í Suður-Karólínu 2. mars n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Central District Invitational SMELLIÐ HÉR:
Nýi golfpoki Rory
Á heimsmótinu í holukeppni verður Rory McIlroy með nýjan golfpoka. Sá er merktur styrktaraðila Rory, Bose, í bak og fyrir sem og nafni nr. 7 (Rory). Til stendur að bjóða pokann upp í lok mótsins og mun ágóðinn sem inn kemur renna til góðgerðarmála í gegnum stofnun Rory, „The Rory Foundation.“ Eftirfarandi stóð á heimasíðu Rory um pokann góða: „Check out my new Bose golf bag – I start to use it this week at the WGC-Accenture Match Play. With the huge support of my partner Bose, when the bag is auctioned, all proceeds will go to the Rory Foundation.“
Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ævar Hjartarson – 18. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Örn Ævar Hjartarson, sem fæddur er 18. febrúar 1978 og á því 36 ára afmæli í dag. Eins og alltaf þegar miklir afrekskylfingar, líkt og Örn Ævar, eiga afmæli er erfitt nema rétt hægt að tæpa á nokkrum helstu afrekum viðkomandi. Þegar minnst er á Örn Ævar er ekki annað hægt en að geta allra vallarmetanna sem hann á, en það frægasta setti hann eflaust 1998 þegar hann spilaði Old Course í sjálfri vöggu golfíþróttarinnar St. Andrews á 60 höggum, sem er vallarmet! Eins á Örn Ævar ýmis vallarmet hér heima t.a.m. -10 undir pari, þ.e. 62 högg í Leirunni, 2009; -7 undir pari 63 högg á gamla Lesa meira
Gallacher mætir Els í heimsmótinu í holukeppni
Nú í vikunni hefst á Dove Mountain í Marana, Arizona heimsmótið í holukeppni. Það eru 64 sterkustu kylfingar heims að undanskildum Tiger, Phil og Adam Scott, sem þátt taka í mótinu. Í stað þeirra þriggja keppa þeir Richard Sterne, Scott Piercy og Kiradech Amphibarnrat. Eini Skotinn í þessum 64 kylfinga hóp er Stephen Gallacher, sem varði titil sinn svo glæsilega á Dubai Desert Classic nú í ár og er vegna þess kominn í 14. sæti á evrópska Ryder bikar listanum og í 7. sæti Race to Dubai. Gallacher mætir fyrrum meistara Opna breska, Ernie Els í 1. hring. Aðrar paranir eru m.a. þær að Rory mætir Boo Weekley og Matt Lesa meira
LEK: Mótaskrá 2014 á Öldungamótaröðinni
Tillaga mótanefndar LEK um mótaksrá 2014 var samþykkt í stjórn LEK nýverið. Eftirtaldar nýjungar má finna í mótaskránni: Í fyrsta lagi nefnist mótaröð LEK nú ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN og til hennar teljast átta mót sem auk Íslandsmóts eldri kylfinga gefa stig til vals á landsliðum LEK. Síðan koma tvö ný mót sem verða parakeppnir og einnig nýtt mót þar sem bæði verður leikið golf og keppt í skák. Fyrirkomulag þessarra móta verður nánar kynnt síðar en þó ber þess að geta nú að krýndir verða í haust stigameistarar Öldunamótaraðarinnar. Fyrsta mótið verður þann 18. maí og fer það fram á Korpunni. Sjá má mótaskrá LEK með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 45. sæti og Andri Þór í 77. sæti e. 1. dag Rice mótsins í Texas
Andri Þór Björnsson, GR og félagar í Nicholls State annars vegar og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese hins vegar, taka þátt í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum í Houston Texas. Mótið stendur dagana 17.-18. febrúar 2014 og verður lokahringurinn leikinn í dag. Í mótinu taka þátt 84 háskólastúdentar frá 15 háskólum. Eftir fyrri dag er Ragnar Már í 45. sæti á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (75 79) en Andri Þór er í 77. sæti á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (80 81). Ragnar Már er á 4. besta skori liðs síns og telur það því í 10. sætis árangri McNeese í liðakeppninni og það sama Lesa meira










