Hver er kylfingurinn: Kirk Triplett?
Kirk Alan Triplett sigraði í gær á Ace Group Classic mótinu á Champions Tour. En hver er þessi Triplett?
Kirk Alan Triplett fæddist 29. mars 1962 í Moses Lake, Washington og er því 51 árs. Hann hefir spilað á Nationwide Tour, PGA Tour og er nú leikmaður á Champions Tour.
Triplett ólst upp í Pullman og útskrifaðist frá Pullman High School 1980 og fór á golfskólastyrk í University og Nevada í Reno, þar sem hann hlaut gráðu í verkfræði. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1985.
Triplett hefir 3 sinnum sigrað á PGA Tour á ferli sínum: Nissan Open árið 2000; Reno-Tahoe Open, árið 2003 og Chrysler Classic of Tucson mótinu 2006. Þegar hann var 49 ára vann hann News Seninel Open á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2011 og er því elsti sigurvegarinn á þeirri mótaröð.
Triplett var í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum árið 2000 og hefir hæst komist meðal 50 efstu á heimslistanum. Árið 2009 náði hann ekki að verða meðal efstu 150 á peningalistanum og missti kortið sitt á PGA Tour.
Triplett varð hæfur til að spila á Champions Tour árið 29. mars 2012 og vann hann fyrsta mótið sitt á þeirri mótaröð í 8. tilraun sinni, 9. júlí 2012 þegar hann sigraði á Nature Valley First Tee Open á Pebble Beach. Hann var 4 höggum á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn en var á 66 höggum sjálfan lokahringinn og átti 2 högg á Mark McNulty, sem varð í 2. sæti. Með þessum sigri varð hann aðeins 6. leikmaðurinn sem sigrað hefir á öllum mótaröðum styrktum af PGA Tour (PGA Tour, Web.com Tour og Champions Tour). Honum tókst að verja titil sinn árið 2013, sem var 2. sigur hans á Champions Tour.
Triplett á mótsmet þ.e. 9 undir pari á Principal Charity Classic í West Glen Oaks Country Club í Des Moines, Iowa. Þann 16. febrúar 2014 vann hann síðan 3. sigur sinn á Champions Tour þegar hann sigraði á Ace Group Classic mótinu, í Naples, Flórída.
Triplett er hlutaeigandi í tryggingafélaginu Hole in One Insurance International ásamt forsetanum/framkvæmdastjóranum Mark Gilmartin.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024