Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 14:55

Hver er kylfingurinn: Kirk Triplett?

Kirk Alan Triplett sigraði í gær á Ace Group Classic mótinu á Champions Tour. En hver er þessi Triplett?

Kirk Alan Triplett fæddist 29. mars 1962 í Moses Lake, Washington og er því 51 árs. Hann hefir spilað á Nationwide Tour, PGA Tour og er nú leikmaður á Champions Tour.

Triplett ólst upp í Pullman og útskrifaðist frá Pullman High School 1980 og fór á golfskólastyrk í University og Nevada í Reno, þar sem hann hlaut gráðu í verkfræði. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1985.

Triplett hefir 3 sinnum sigrað á PGA Tour á ferli sínum: Nissan Open árið 2000; Reno-Tahoe Open, árið 2003 og Chrysler Classic of Tucson mótinu 2006. Þegar hann var 49 ára vann hann News Seninel Open á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2011 og er því elsti sigurvegarinn á þeirri mótaröð.

Triplett var í liði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum árið 2000 og hefir hæst komist meðal 50 efstu á heimslistanum. Árið 2009 náði hann ekki að verða meðal efstu 150 á peningalistanum og missti kortið sitt á PGA Tour.

Triplett varð hæfur til að spila á Champions Tour árið 29. mars 2012 og vann hann fyrsta mótið sitt á þeirri mótaröð í 8. tilraun sinni, 9. júlí 2012 þegar hann sigraði á Nature Valley First Tee Open á Pebble Beach. Hann var 4 höggum á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn en var á 66 höggum sjálfan lokahringinn og átti 2 högg á Mark McNulty, sem varð í 2. sæti.  Með þessum sigri varð hann aðeins 6. leikmaðurinn sem sigrað hefir á öllum mótaröðum styrktum af PGA Tour (PGA Tour, Web.com Tour og  Champions Tour). Honum tókst að verja titil sinn árið 2013, sem var 2. sigur hans á  Champions Tour.

Triplett á mótsmet þ.e.  9 undir  pari á Principal Charity Classic í West Glen Oaks Country Club í Des Moines, Iowa. Þann 16. febrúar 2014 vann hann síðan 3. sigur sinn á Champions Tour þegar hann sigraði á Ace Group Classic mótinu, í Naples, Flórída.

Triplett er hlutaeigandi í tryggingafélaginu Hole in One Insurance International ásamt forsetanum/framkvæmdastjóranum Mark Gilmartin.