Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og Guðrún Brá hittust í Kaliforníu

Það var íslenskur kylfingur sem þekkir vel til golfvalla í Kaliforníu, sem var meðal áhorfenda á fyrsta móti Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, GK, Peg Barnard mótinu , á golfvelli Stanford í Kaliforníu í gær …. Eygló Myrra Óskarsdóttir.

Eygló Myrra útskrifaðist í fyrra vor frá University of San Fransisco  og auk þess að fylgjast með Guðrúnu Brá var hún að horfa á gömlu félaga sína í USF keppa.

Eygló Myrra býr enn í San Francisco og æfir með golfliði USF, þó hún keppi ekki lengur með liðinu.

Guðrún Brá var hins vegar að keppa í fyrsta sinn með „The Bulldogs“, kvennagolfliði Fresno State.

Á heimasíðu Guðrúnar Brá sagði að gott hefði verið að hitta Eygló Myrru!