Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:00

Kate eiginkona Aiken var kaddýinn hans í Africa Open

Heimamaðurinn Thomas Aiken vann Africa Open mótið nú um helgina, en það var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins og telst því sem sigur á báðum mótaröðum.  

Kate og Thomas Aiken á Africa Open

Kate og Thomas Aiken á Africa Open

Aiken sigraði með fugli á fyrstu holu bráðabanans í  East London golfklúbbnum, eftir að hann og Englendingurinn Oliver Fisher voru báðir á 20 undir pari, hvor eftir hefðbundnar 72 holur.  

Reyndar missti Fisher rétt af sigri á 18. flöt nokkrum mínútum fyrir bráðabanann þegar hann missti fuglapútt og varð því að fara í bráðabanann.  Þar var 18. spiluð aftur og Fisher átti eftir 5 metra parpútt …. meðan Aiken setti niður 12 metra fuglapútt.

Þetta var fyrsti sigur Thomas Aiken á heimavelli á Evróputúrnum eftir að hafa áður sigrað á Spáni og Indlandi og síðast en ekki síst fyrsti sigurinn þar sem eiginkonan Kate er á pokanum.

Kaddýinn Kate smellir kossi á sigurvegarnn

Kaddýinn Kate smellir kossi á sigurvegarnn

„Ég hef verið að bíða eftir þessu í nokkurn tíma,“ sagði Aiken, sem varð í 2. sæti á eftir Charl Schwartzel í fyrsta Afríca Open mótinu 2010.

„Ég hef unnið nokkrum sinnum erlendis en það jafnast ekkert á við það að sigra fyrir framan samlanda sína. Áhangendurnir í Suður-Afríku hafa verið ótrúlegir allan feril minn, þannig að það var frábært að ná loksins einum sigri fyrir þá.“

„Síðast en ekki síst á eiginkona mín þakkir skilið en hún var á pokanum hjá mér í fyrsta sinn í þessari viku.  Þetta gæti orðið að vandræðum vegna þess að við gætum þurft að endurtaka þetta.“

Reglulegur kaddý Aiken var í viðskiptaferð í Bandaríkjunum. 

Kate við kaddýstörf

Kate við kaddýstörf