
Kate eiginkona Aiken var kaddýinn hans í Africa Open
Heimamaðurinn Thomas Aiken vann Africa Open mótið nú um helgina, en það var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins og telst því sem sigur á báðum mótaröðum.
Aiken sigraði með fugli á fyrstu holu bráðabanans í East London golfklúbbnum, eftir að hann og Englendingurinn Oliver Fisher voru báðir á 20 undir pari, hvor eftir hefðbundnar 72 holur.
Reyndar missti Fisher rétt af sigri á 18. flöt nokkrum mínútum fyrir bráðabanann þegar hann missti fuglapútt og varð því að fara í bráðabanann. Þar var 18. spiluð aftur og Fisher átti eftir 5 metra parpútt …. meðan Aiken setti niður 12 metra fuglapútt.
Þetta var fyrsti sigur Thomas Aiken á heimavelli á Evróputúrnum eftir að hafa áður sigrað á Spáni og Indlandi og síðast en ekki síst fyrsti sigurinn þar sem eiginkonan Kate er á pokanum.
„Ég hef verið að bíða eftir þessu í nokkurn tíma,“ sagði Aiken, sem varð í 2. sæti á eftir Charl Schwartzel í fyrsta Afríca Open mótinu 2010.
„Ég hef unnið nokkrum sinnum erlendis en það jafnast ekkert á við það að sigra fyrir framan samlanda sína. Áhangendurnir í Suður-Afríku hafa verið ótrúlegir allan feril minn, þannig að það var frábært að ná loksins einum sigri fyrir þá.“
„Síðast en ekki síst á eiginkona mín þakkir skilið en hún var á pokanum hjá mér í fyrsta sinn í þessari viku. Þetta gæti orðið að vandræðum vegna þess að við gætum þurft að endurtaka þetta.“
Reglulegur kaddý Aiken var í viðskiptaferð í Bandaríkjunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024