Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 09:15

GR: Æfingamottum stolið í Básum

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt:

„Miðvikudaginn 12. febrúar á milli kl.11:00 og  kl.15:00 gerðust einhverjir óprúttnir aðilar fingralangir og tóku ófrjálsri hendi sex æfingamottur úr Básum. Meðfylgjandi mynd hér að neðan sýnir hvernig motturnar eru. Aðferðin sem þeir notuðu virðist hafa verið á þá leið að þeir hafa hent mottunum niður af annarri hæð í norður enda Bása, sett þær í bíl og ekið burt.

Þeir aðilar sem hugsanlega hafa orðið varir við mannaferðir sem hugsanlega tengjast þessum  aðgerðum,  góðfúslega hafið samband við Skrifstofu Golfklúbbs Reykjavíkur, sími 580-0200.

Golfklúbbur Reykjavíkur“