Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2014 | 14:00

Stricker með í heimsmótinu í holukeppni

Steve Stricker sagði í fyrradag, laugardaginn 15. febrúar að hann ætlaði að hann yrði með í heimsmótinu í holukeppni (ens. Match Play Championship)  þar sem bróðir hans hefir nú gengist undir lifrarflutning, sem tókst vel.

Stricker hafði áður hallst að því að hann myndi EKKI spila í Arizona þar sem eldri bróðir hans, hinn 50 ára Scott Stricker, var að bíða eftir að gangast undir lífæraflutningsaðgerð, þar sem hann vantaði nýja lifur og þar sem hann beið í miklum sársauka á sjúkrahúsi í Wisconsin.

Steve Stricker sagði áður að hann hefði æft en hugur hans hefði ekki verið í golfinu og það myndi verða ansi langsótt að hann tæki þátt ef eitthvað gerðist ekki fljótt í málum bróður hans.

S.l. fimmtudag meðan Stricker var á körfuboltaleik í Wisconsin fékk hann skilaboð um að passandi lifur hefði fengist og bróðir hans lá á skurðborðinu í 10 klst. aðgerð, sem stóð fram á laugardag.

„Aðgerðin tókst betur en þeir bjuggust við,“ sagði kátur Steve Stricker. „Þetta verður samt nógu erfitt. Hann á eftir að ganga í gegnum erfiða hluti.“

Stricker sagði að eini bróðir hans hefði verið á spítala frá 6. janúar og 6 vikna veran þar myndi gera batann mun erfiðari fyrir vikið.  En allt væri jákvætt nokkrum stundum eftir aðgerð.

Stricker sagði að foreldrar hans væru hjá Scott og það hefði ýtt undir að hann gæti spilað.

„Þetta er klikkað en ég ætla að koma og spila (á heimsmótinu í holukeppni) þar sem allt gengur svo vel hjá honum (Scott Stricker),“ sagði Steve Stricker.

Stricker er nr. 12 á heimslistanum og sigraði síðast á heimsmótinu í holukeppni þegar það fór fram í Ástralíu árið 2001. Fyrir ári tapaði hann fyrir Ian Poulter í fjórðungsúrslitunum.

The Accenture Match Play Championship  hefst á miðvikudaginn n.k. í Dove Mountain í Marana, Arizona, norður af Tucson.

Tiger Woods, Adam Scott og Phil Mickelson hafa þegar tilkynnt að þeir taki ekki þátt í mótinu og því er þátttaka Stricker mótshöldurum eflaust mikið gleðiefni.