Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 14:00

Poulter: „Ég hata að tapa – ég er hér til að sigra!“

Fastamaður í Ryder Cup liði Evrópu er stjarnan í Medinah, Ian Poulter og því er vart að furða að hann óski sér góðs gengis í heimsmótinu í holukeppni sem hefst í dag á Dove Mountain í Marana, Arizona.

Poulter lauk 2013 keppnistímabilinu með stæl þegar hann varð í 2 sæti í Shanghai og Dubai, en hins vegar hefir árið byrjað fremur illa hjá Poulter á PGA Tour; þannig varð hann t.a.m. T-47 á Torrey Pines og í 59. sæti á LA Open og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð í  Phoenix.

En holukeppni er allt annar handleggur – …. og í uppáhaldi hjá Poulter.

Á blaðamannafundi fyrir heimsmótið í holukeppni sagði Poulter þannig m.a.: „Í venjulegri viku þegar það eru 154 náungar að keppa, þá getur maður lent á móti fullt af frábærum keppendum sem hafa betri tök á leiknum en maður sjálfur.“

„En þegar það er einn á móti einum, þá er hægt að sjá svo skýrt hvað þarf að gera.“

„Maður er að keppa á móti einhverjum öðrum, maður hefir stjórn á eigin leik og það er hægt að sjá hvað þeir eru að gera. Þannig að það er auðveldara að hafa stjórn á leiknum í holukeppni geri ég ráð fyrir.“

Loks bætti Poulter við: „Ég hata að tapa. Ég algjörlega hata það. Ég veit ekki um neinn frábæran íþróttamann sem er frábær tapari. Ég hef alltaf tekið tapi illa. Mér finnst miklu meira gaman að sigra.“

Poulter mætir Rickie Fowler í fyrsta leik sínum.   Sjá má aðrar paranir í 1. umferð heimsmótsins í holukeppni með því að  SMELLA HÉR: