Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind lauk keppni á besta skori UNCG í Flórída

Klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir, tók ásamt liði sínu  í bandaríska háskólagolfinu, UNCG þátt í Central District Invitational á Lakewood Ranch í Flórída.

Gestgjafi var Michigan State háskólinn.  Mótið fór fram dagana 17.-18. febrúar og lauk því í gær. Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum.

Berglind lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (72 79 74) og hafnaði í 47. sætinu í mótinu.

UNCG varð í 12. sæti í liðakeppninni og var Berglind á besta skorinu af liðsmönnum UNCG.

Næsta mót Berglindar og UNCG er Kiawah Invitational í Suður-Karólínu 2. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Central District Invitational SMELLIÐ HÉR: