Ian Poulter skraultegur
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2014 | 18:00

Heimsmótið í holukeppni: Aumingja Poulter! Farinn heim!!! – Walker vann Grace 5&4

Ian Poulter sagði í viðtali á blaðamannafundi fyrir heimsmótið í holukeppni að hann væri í Dove Mountain, Marana, til þess að sigra því hann hataði að tapa.

Nú er fyrstu leikjum í heimsmótinu í holukeppninni lokið og sigraði Fowler, Poulter 2&1!!!

Poulter sem hatar að tapa, tapaði og er farinn heim!

Hinn leikurinn sem lokið er, er leikur Jimmy Walker gegn Branden Grace.  Walker sigraði Grace fremur auðveldlega 5&4!

Fylgjast má með leikjunum á skortöflu með því að SMELLA HÉR: