Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 45. sæti og Andri Þór í 77. sæti e. 1. dag Rice mótsins í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og félagar í Nicholls State annars vegar og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese hins vegar, taka þátt í Rice Intercollegiate mótinu á Westwood golfvellinum í Houston Texas.

Mótið stendur dagana 17.-18. febrúar 2014 og verður lokahringurinn leikinn í dag.

Í mótinu taka þátt 84 háskólastúdentar frá 15 háskólum.

Eftir fyrri dag er Ragnar Már í 45. sæti á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (75 79) en Andri Þór er í 77. sæti á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (80 81).

Ragnar Már er á 4. besta skori liðs síns og telur það því í 10. sætis árangri McNeese í liðakeppninni  og það sama er að segja um Andra Þór, hann er á 4. besta skori liðs síns, Nicholls State sem er í næstneðsta sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Rice Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: