Zach Johnson landar styrktarsamningi við John Deere
Landbúnaðarvélaframleiðandinn John Deere hefir skrifað undir samning til margra ára um að gerast styrktaraðili PGA Tour kylfingsins Zach Johnson. Johnson, sem er nr. 6 á heimslistanum sem stendur mun því vera með John Deere lógóið á golfpokanum sínum í öllum keppnum. Hluti af styrknum rennur til góðgerðarmála sem Zach styrkir gegnum Zach Johnson Foundation, en stofnunin einbeitir sig að þurftugum börnum og fjölskyldum. „Við dáumst að Zach Johnson sem keppanda og heildar gildunum sem hann stendur fyrir í lífi sínu,“ sagði James Field, forseti Deere’s Worldwide Agriculture & Turf Division. „Við teljum að Zach sé fulltrúi gilda í kjarnann sem John Deere vörumerkið er þekkt fyrir. Hann hefir heilindi sem ekki Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Maria Salinas (16/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anais Magetti; Maria Salinas; Isabelle Boineau og Cathryn Bristow, en þar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Arthúrsson – 20. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Arhúrsson, formaður Golfklúbbs Hveragerðis. Erlingur fæddist 20. febrúar 1961 og er því 53 ára í dag. Sjá má viðtal sem Golf 1 tók við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (75 ára); Stewart Murray „Buddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (61 árs); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (57 ára); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (51 árs); Jeff Maggert, 20. febrúar 1964 (50 ára stórafmæli); Fredrik Anderson Hed, 20. febrúar 1972 (42 ára); Yeh Wei-tze, 20. febrúar 1973 (41 árs); Caroline Afonso, 20. febrúar 1985 (29 ára) á LET ….. og ….. Theodór Emil Karlsson (23 ára) Hilmar Theodór Björgvinsson (53 ára) Þórður Lesa meira
Frægir golffrasar
Þessar flatir eru svo hraðar að ég verð að halda pútternum mínum yfir boltanum og slá með skugganum. ~ Sam Snead Það er hægt að tala við feid en húkk hlustar ekki. ~ Lee Trevino Ég var með 3 yfir. Einn yfir húsið, einn yfir veröndina og einn yfir sundlaugina. ~ George Brett Reyndar var eina skiptið sem ég tók út 1-járnið til þess að drepa tarantúlu. Og það tók 7-una til að framkvæma verkið. ~ Jim Murray Eina örugga reglan í golfi er – Sá sem er með hraðasta golfbílinn þarf ekki að leika úr slæmri legu! ~ Mickey Mantle Kynlíf og golf er það eina sem hægt er Lesa meira
Opna írska 2015 fer fram á Royal County Down
Tilkynnt hefir verið um að Opna írska á Evrópumótaröðinni 2015 muni fara fram á Royal County Down linksaranum. Valið á vellinum kemur nokkuð á óvart vegna þess að takmarka verður aðgang áhorfenda. T.a.m. þegar Walker Cup fór fram á vellinum 2007 var fjöldi áhorfenda takmarkaður við 2007. Þegar Opna írska fór fram á Royal Portrush fór fram á Causeway Coast árið 2012, seldust miðar fyrir 112.000 áhangendur. Slíkur fjöldi áhorfenda er ekki mögulegur á Royal County Down vegna heilsu og öryggisþátta. Síðast fór Opna írska fram á Royal County 1939 þegar Englendingurinn Arthur Lee sigraði og síðan þá hefir völlurinn stöðugt verið talinn meðal bestu golfvalla í heiminum. „Royal County Down Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Áhorfandi datt á kaktus til að forðast högg frá Rory – Myndskeið
Rory McIlroy sló högg úr erfiðri legu í gær, þegar bolti hans lenti utan brautar. Eitthvað misheppnaðist höggið en boltinn flaug í átt að áhorfanda, sem datt á kaktus (ens. jumping cholla) þegar hann var að reyna að forðast að fá boltann frá Rory í sig. Sjá má myndskeið af því þegar Rory slær höggið og manninn allan í kaktusnálum þar stuttu á eftir og alla viðstadda að reyna að draga kaktusnálar úr honum með því sem næst er höndinni – en ótrúlegt var hversu margir voru komnir með allskyns klípur og hnífa að reyna að losa manninn við kaktusnálarnar! Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
Jacklin um hvað Poulter gerði vitlaust á heimsmótinu í holukeppni – Myndskeið
Tony Jacklin hefir sigrað 28 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Þ.á.m. vann hann 2 risamót Opna breska (1969) og Opna bandaríska (1970). Jacklin var tekinn í frægðarhöllina 2002. Framangreint er frábært en Jacklin verður eflaust lengst minnst fyrir frammistöðu sína í liðum Breta& Íra í Ryder bikarnum (1967-1977). Ein af minnisstæðustu stundunum er nefnilega þegar Jacklin setti niður arnarpútt á Royal Birkdale og jafnaði við Jack Nicklaus á 17. og Nicklaus gaf síðan 18. holu sem varð til þess að jafntefli varð milli liðs Breta&Íra (þá) og Bandaríkjanna. Síðar hönnuðu þeir Jacklin og Nicklaus golfvöll í Flórída sem nefndur var „Concession“ (eða eftirgjöfin til að minnast púttsins, sem Nicklaus gaf á Lesa meira
GA: Brynja Herborg og Vigfús Ingi efst í Rydernum eftir 10 umferðir
Nú eru búnar 10 umferðir í Rydernum og fleiri og fleiri að detta í 8 mót og spennan því að aukast. Hér að neðan er staða efstu manna (þeir kylfingar sem hafa klárað 8 mót eða meira) Brynja Herborg 33 35 36 31 33 30 32 33 32 259 Halla Sif Svavarsdóttir 34 37 34 32 34 31 33 31 33 262 Jónasína Arnbjörnsdóttir 36 34 35 33 31 35 34 34 30 34 265 Þórunn Anna Haraldsdóttir 34 33 36 33 32 35 34 33 33 33 265 Jónína Ketilsdóttir 34 30 34 35 33 35 35 34 34 33 267 Aðalheiður Guðmund. 34 35 38 36 35 38 Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Úrslit eftir 1. umferð
Sögurnar af vellinum eru margar þegar bestu kylfingar heims reyna með sér í holukeppni, þar sem heppnin ræður oft meira um úrslit en nokkuð annað. Sergio Garcia rétt marði Marc Leishman á 22. holu, líkt og í fyrra þegar hann vann Thongchai Jaidee á 20. holu með minnsta mun, en Garcia gerir sér hlutina alltaf ótrúlega erfiða, en kemst síðan áfram. Eitt það ótrúlegasta var að Ian Poulter datt úr keppninni þegar í 1. umferð í dag þegar hann tapaði fyrir Ricky Fowler – alveg eins og árið 2012 þegar hann tapaði í 1. umferð fyrir nýliðanum Sang-Moon Bae. Steve Stricker er líka úr leik tapaði fyrir George Coetzee frá Lesa meira
Honda LPGA Classic hefst á morgun
Á morgun hefst Honda LPGA Classic mótið á Pattaya Old Course í Siam CC í Chonburi, Thaílandi. Sú sem á titil að verja er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park. Til þess að auglýsa mótið fóru 8 LPGA leikmenn í myndatöku í gær og létu taka myndir af sér í hefðbundum tælenskum kvenklæðnaði. Ef myndin er vel skoðuð má sjá bleika pardusinn nýtrúlofaða, Paulu Creamer sitjandi til vinstri og Michelle Wie, sitjandi til hægri. Standandi lengst til hægri er sú sem á titil að verja í mótinu: Inbee Park. Hinar sem þátt tóku í myndatökunni voru Jutanugarn systurnar Ariya og Moriya, Pornanong Phattlum, Mika Miyazato og Beatriz Recari. Hér Lesa meira










