Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 02:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Úrslit í 3. umferð

Í dag fóru fram leikar í 16 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni. Hér eru úrslitin í heild eftir 3. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir) Bobby Jones riðill: Louis Oosthuizen – Webb Simpson 5&4 Jason Day – George Coetzee 3&1   Gary Player riðill: Ernie Els – Jason Dufner 1&0 Jordan Spieth – Matt Kuchar 2&1 Ben Hogan riðill: Jim Furyk –Harris English 1&0 Rickie Fowler –Sergio Garcia 1&0   Sam Snead riðill: Graeme McDowell– Hunter Mahan 1&0 fór á 21. holu Victor Dubuisson – Bubba Watson  1&0   Til þess að sjá úrslitin myndrænt SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:45

Pádraig Harrington með krabbamein

Pádraig Harrington sagði á blaðamannafundi að hann væri með húðkrabbamein, sem hann væri í meðferð við. Pabbi Harrington lést úr krabbameini.  Harrington var í rútínuskoðun að láta fjarlægja dökka sólarbletti, þegar kom í ljós að hann væri með krabbamein og hann sagðist ræða það, til þess að vekja athygli á þessari tegund krabbameins. Um baráttu sína við krabbameinið sagði hann: „Ég er búin að láta fjarlægja nokkra bletta úr andlitinu á mér og í þeim fannst krabbamein. Þegar verður vart einkenna ekki gera ekki neitt. Gerið eitthvað í málinu!“ Harrington dró sig úr Opna breska 2005, sem fram fór það ár á St Andrews vegna þess að faðir hann dó Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín með glæsiörn!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette er nú í 2. sæti á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas eftir 9 spilaðar holur á 1. hring mótsins. Haraldur Franklín byrjaði á 10. teig og fékk strax flottan fugl á 11. holu.  Því miður fylgdi skolli strax á 12. braut …. en síðan fékk Haraldur Franklín glæsiörn á par-5 15. braut golfvallar Houston golfklúbbsins. Hann bætti síðan við öðrum fugli á 16. braut og er því búinn að spila sínar fyrri 9 (þ.e. seinni 9 á Houston golfvellinum) á 3 undir pari og er sem stendur í 2. sæti mótsins. En …. það er mikið golf eftir.  Vonandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:15

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Guðmundsdóttir. Ólöf er fædd 21. febrúar 1957 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Olof Gudmundsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (69 ára); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (27 ára) ….. og  ….. Haukur Sigvaldason (56 ára) Jóhann Pétur Guðjónsson (43 ára) Þórey Eiríka Pálsdóttir (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:00

GR: Edda og Björg sigruðu í facebook leik GR

Á vefsíðu GR gefur að finna eftirfarandi frétt: „Þá er búið að draga út vinningshafa í Facebook leik Golfklúbbs Reykjavíkur. Óhætt er að segja að frábær þátttaka hafi verið í leik okkar. Alls lásu 26.328 aðilar fréttina um leikinn, um 605 aðilar deildu og um 144 „lækuðu“.    Vinningshafar að þessu sinni eru þær Björg Eyjólfsdóttir og Edda Þórsdóttir sem dregnar voru út. Um leið og Golfklúbbur Reykjavíkur óskar þeim Björgu og Eddu til hamingju þá viljum við einnig þakka þeim fjölmörgu sem þátt tóku í leiknum. Hlökkum til að sjá ykkur á golfvellinum í sumar.“ Mynd: F.v. Edda Þórsdóttir  og Björg Eyjólfsdóttir.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 10:45

Heimsmótið í holukeppni 2014: Hápunktar 2. umferðar – Myndskeið

Í 2. umferð datt síðasti enski kylfingurinn Justin Rose úr heimsmótinu í holukeppni 2014, en í 1. umferð duttu á undan honum út þeir: Luke Donald, Lee Westwood og síðast en ekki síst „Mr. Match Play“ Ian Poulter. Allir ensku kylfingarnir búnir að pakka saman og farnir heim! En einnig nr. 1 í Evrópu 2013 Henrik Stenson laut í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Einna hæst í 2. umferð bar þó að Harris English tókst að sigra nr. 7 á heimslistanum Rory McIlroy og hann líka farinn heim!!! Sjá má myndskeið um hápunkta 2. umferðar þ.e. 32-manna úrslitin í Marana með því að SMELLA HÉR:  Í 16 manna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik í dag í Texas

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette hefja leik í dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas. Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Axel á rástíma kl. 10:03 að staðartíma (kl. 16:03 að okkar tíma hér heima á Íslandi) af 1. teig og Haraldur Franklín fer út kl. 10:12 að staðartíma (þ.e. kl. 16:12 að okkar tíma) af 10. teig. Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldar Franklín SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 09:45

Wozniacki: „Þær voru pirrandi sögusagnirnar um sambandsslitin við Rory“

Tennisstjarnan Caroline Wozniacki,  kærasta Rory McIlroy, sagði í nýlegu viðtali að hún hefði fyrst hlegið að því í fyrra þegar sögusagnir fóru á flug um sambandsslit þeirra. Fljótlega, sagði hún, urðu þessar kjaftasögur þó pirrandi.   Parið sem er þekkt sem’Wozilroy’ meðal áhangenda þeirra, tilkynnti um trúlofun sína á Twitter í miðri flugeldasýningu í Sydney, Ástralíu og fyrstu stundum þessa árs 2014. Carolíne sýndi síðan öllum sem sjá vildu 8 karata trúlofunarhring sinn og vísaði á bug öllum kjaftasögum síðasta árs um sambandsslit hennar og Rory á Dubai Duty Free Tennis Championships í fyrradag. Leikur hennar á tennisvellinum hefir sjaldan verið jafn slæmur en hin 23 ára danska stjarna virðist ánægð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 03:15

LPGA: Anna Nordqvist efst e. 1. dag Honda LPGA Thailand

Í dag hófst á Pattaya Old Course, í Siam Country Club í Chonburi Thailandi, Honda LPGA Thailand mótið, á LPGA mótaröðinni. Eftir 1. dag er það sænski kylfingurinn Anna Nordqvist, sem er í forystu. Nordqvist komst í gegnum niðurskurð í Ástralíu s.l. helgi þrátt fyrir að hún hafi verið með hita og flensu og hún virðist aldeilis vera búin að ná sér! Anna lék á 6 undir pari 66 höggum og hefir 1 höggs forystu á þá sem er í 2. sæti, 1 höggi á eftir, Michelle Wie. Í 3. sæti eru Lexi Thompson, Angela Stanford og Jennifer Johnson, allar bandarískar, en þær léku allar á 4 undir pari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 03:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Úrslit í 2. umferð

Í dag fóru fram leikar í 32 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni. Hér eru úrslitin í heild eftir 2. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir) Bobby Jones riðill: Louis Oosthuizen – Henrik Stenson  4&3 Webb Simpson – Brandt Snedeker – David Lynn 4&3 Jason Day – Billy Horschel  1&0 fór á 22. holu George Coetzee – Patrick Reed  1&0 á 21. holu   Gary Player riðill: Ernie Els – Justin Rose 1&0 fór á 20. holu Jason Dufner -Matteo Manassero  2&1 Matt Kuchar – Ryan Moore 1&0 Jordan Spieth – Thomas Björn  5&4   Ben Hogan riðill: Harris English – Rory McIlroy   1&0 fór á 19. holu Jim Furyk – Charl Schwartzel 3&2 Sergio Garcia – Bill Haas  3&1 Rickie Fowler –Jimmy Walker  1&0   Sam Snead riðill: Hunter Mahan –Richard Sterne 2&0 Graeme Lesa meira