Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1 Spurning: Af hverju heitir golf, golf? Svar: Vegna þess að öll hin 4 stafa orðin voru upptekin.   Nr. 2 Kylfingurinn kallaði á einn kaddýinn og sagði: „Ég þarf á kaddý að halda sem getur talið og haldið utan um skorið mitt. Hvað er 3 plús 4 plús 5? „11 herra“ svaraði kaddýinn. „Allt í lagi, þú ert fullkominn í starfið.“ Nr. 3 Hér er einn sem segja verður á ensku: „One day the golf pro at the club was playing golf with three members and on the first tee the first member hits a big hook into the woods on the left and turns and asks the Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Victor Dubuisson?

Victor Dubuisson var ekki stórt hlutabréf í golfheiminum fyrir sigur sinn í Turkish Airlines Open, þann, 10. nóvember 2013. Sigurinn var fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni.  Í ársbyrjun 2013 var hann nr. 139 á heimslistanum, en nú er hann nr. 30 og búinn að ávinna sér sæti á The Masters risamótinu, sem hann hefir aldrei áður spilað í. Gleðin var því mikil hjá Dubuisson eftir sigurinn á Turkish Airlines, enda þó ekki sé nema fyrir þær sakir að hann fær að spila Augusta National, sem er draumur flestra kylfinga.  En ekki nóg með það. Dubuisson varð líka um € 850.000,- ríkari (þ.e. u.þ.b.  140 milljónum íslenskra króna ríkari!!!) Nú er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 13:45

Cheyenne Woods með í Symetra móti

Cheyenne Woods, sem sigraði nú fyrir skemmstu á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröð kvenna og ALPG þ.e. áströlsku kvenmótaröðinni, (en báðar mótaraðir stóðu að mótinu) tekur þátt í opnunarmóti Symetra mótaraðarinnar, í Mesa, Arizona, en Symetra mótaröðin  er einskonar 2. deild eða stökkbretti á LPGA mótaröðina. Cheyenne spilar þar í boði styrktaraðila, m.a. vegna þess hversu mikla athygli sigur hennar í Ástralíu vakti í Bandaríkjunum. Með henni í ráshóp í gær voru Louise Friberg og Jaclyn Sweeney. Cheyenne spilaði fyrsta hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum og er í 81. sæti en 119 keppendur eru í mótinu. Það eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar sem deila 1. sætinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vijay Singh ——– 22. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Vijay Singh. Hann var mikið í fréttum á síðasta ári vegna notkunar á hjartarhornsspreyi, sem inniheldur ólögleg efni, sem eru á bannlista PGA. Vijay Sing fæddist 22. febrúar 1963 á Lautoka á Fídji og á því 51 árs afmæli í dag!!!! Hann ólst upp í Nadi.  Í dag býr hann á Ponte Vedra Beach í Flórída. Um barnæsku sína sagði Vijay eitt sinn við blaðamenn: “Þegar ég var krakki höfðum við ekki efni á golfboltum og við urðum að spila með kókoshnetum. Faðir minn sagði: “Vijay litli, golfkúlur detta ekki úr trjánum, þannig að við fundum okkur “kúlur” sem duttu úr trjánum!” Þegar Vijay var unglingur spilaði hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 10:45

GSG: Kirkjubólsvöllur opinn

Á heimasíðu Golfklúbbs Sandgerðis er eftirfarandi fréttatilkynning: „Kirkjubólsvöllur verður opinn um helgina og ástand hans er bara nokkuð gott miðað við árstíma.  Við erum byrjuð að bera á sumar brautir og sílamáfurinn er að skila sér heim.  Vorið er því að koma hér Suður með sjó og ekki seinna vænna að koma sér í gott golfform fyrir sumarið. Á meðfylgjandi mynd sjáum við hvernig ástandið var fyrir hálfum mánuði og ekki hefur það versnað.  Vallargjald aðeins kr. 2.000 og kr. 3.000 fyrir hjón. Opið inn á sumargrín allt árið.“  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 10:00

LPGA: Nordqvist með 4 högga forystu eftir 3. dag í Thaílandi

Anna Nordqvist jók enn forystu sína á 3. degi á Pattaya Old Course, í Siam Country Club, í Chonburi Thailandi, á Honda LPGA Thailand mótinu. Hún er nú með 4 högga forystu á næstu keppninauta sína þær Michelle Wie og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, sem deila 2. sætinu, en báðar eru búnar að spila á samtals 7 undir pari, hvor. Samtals er Nordqvist búin að leika á samtals 11 undir pari, 205 (66 72 67). Ein í 4. sæti á 6 undir pari Julieta Granada frá Paraguay. Fimmta sætinu á samtals 5 undir pari, hver, deila síðan stórstjörnurnar: Lydia Ko, Lexi Thompson, Yani Tseng og móðirin nýbakaða Cristie Kerr. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 09:30

Heimsmótið í holukeppni 2014: Hápunktar 3. umferðar – Myndskeið

Ýmislegt óvænt og fréttnæmt gerðist í 16 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni. Sjá má hápunkta 3. umferðar á Dove Mountain, í Marana, Arizona með því að SMELLA HÉR:  Gary Player riðill Fyrst ber að geta að hinn ungi Jordan Spieth sigraði þann sem á titil að verja í mótinu Matt Kuchar með minnsta mun og virðist Spieth nærri óstöðvandi! Spieth mætir Ernie Els, en sá síðarnefndi vann Jason Dufner með minnsta mun. Fyrsti leikur í 8 manna úrslitum 4. umferðar, sem fram fer í dag er því ferskleiki á móti reynslu  Spieth g. Els. Ben Hogan riðill Hinn ungi Rickie Fowler, sem búinn er að ryðja burt ótrúlega sterkum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 08:30

SNAGkennsla í Kauptúni kl. 10-11

Næstu 4 laugardaga (22. febrúar, 1. mars, 8. mars og 15. mars)  munu fara fram SNAG námskeið í Kauptúni í Garðabæ (beint á móti IKEA), kl. 10-11. Í SNAG golfi eru kenndar grunnhreyfingarnar í golfinu á skemmtilegan hátt með æfingum og leikjum. Golfkennarar og SNAG leiðbeinendur á námskeiðinu eru Magnús Birgisson og Rögnvaldur Magnússon. Verð er kr. 12.500,- fyrir parið. Þetta er tilvalið námskeið fyrir afa, ömmur, pabba, mömmur og börn að mæta og skemmta sér konunglega saman, því SNAG er fyrir alla! Skráning er á mpgolf@hissa.is og í síma 775-0660.  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 02:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel á parinu og Haraldur 1 yfir í Texas e. 1. dag

Axel Bóasson, GK og Mississippi State er á sléttu pari, 72 höggum eftir 1. dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas. Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Axel er  í 23. sæti, sem hann deilir með 11 öðrum keppendum.  Axel er jafnframt á 2. besta skori Mississippi State, sem er í 7. sæti í liðakeppninni. Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette er 1 höggi á eftir, á 73 höggum og er í 35. sæti, ásamt 8 öðrum keppendum.  Haraldur fékk m.a. glæsiörn á 15. holu Houston golfvallarins! Haraldur Franklín er á 1.-2. besta skori Louisiana Lafayette, sem deilir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2014 | 02:30

LPGA: Nordqvist leiðir enn e. 2. dag í Thaílandi

Eftir 2. dag á Pattaya Old Course, í Siam Country Club, í Chonburi Thailandi, á Honda LPGA Thailand mótinu er það sænski kylfingurinn  Anna Nordqvist, sem leiðir enn. Hún hefir 1. höggs forystu á þær sem eru í 2. sæti: Söndru Gal, Julietu Granada og Azahöru Muñoz. Nordqvist er samtals búin að spila á 6 undir pari, 138 höggum (66 72). Fimmta sætinu deila Michelle Wie og Stacy Lewis á 4 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Honda LPGA Thailand eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: