Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik í dag í Texas

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette hefja leik í dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas.

Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Axel á rástíma kl. 10:03 að staðartíma (kl. 16:03 að okkar tíma hér heima á Íslandi) af 1. teig og Haraldur Franklín fer út kl. 10:12 að staðartíma (þ.e. kl. 16:12 að okkar tíma) af 10. teig.

Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldar Franklín SMELLIÐ HÉR: