Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:00

GR: Edda og Björg sigruðu í facebook leik GR

Á vefsíðu GR gefur að finna eftirfarandi frétt:

„Þá er búið að draga út vinningshafa í Facebook leik Golfklúbbs Reykjavíkur. Óhætt er að segja að frábær þátttaka hafi verið í leik okkar. Alls lásu 26.328 aðilar fréttina um leikinn, um 605 aðilar deildu og um 144 „lækuðu“.
  
Vinningshafar að þessu sinni eru þær Björg Eyjólfsdóttir og Edda Þórsdóttir sem dregnar voru út. Um leið og Golfklúbbur Reykjavíkur óskar þeim Björgu og Eddu til hamingju þá viljum við einnig þakka þeim fjölmörgu sem þátt tóku í leiknum.

Hlökkum til að sjá ykkur á golfvellinum í sumar.“

Mynd: F.v. Edda Þórsdóttir  og Björg Eyjólfsdóttir.