Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:45

Pádraig Harrington með krabbamein

Pádraig Harrington sagði á blaðamannafundi að hann væri með húðkrabbamein, sem hann væri í meðferð við.

Pabbi Harrington lést úr krabbameini.  Harrington var í rútínuskoðun að láta fjarlægja dökka sólarbletti, þegar kom í ljós að hann væri með krabbamein og hann sagðist ræða það, til þess að vekja athygli á þessari tegund krabbameins.

Um baráttu sína við krabbameinið sagði hann: „Ég er búin að láta fjarlægja nokkra bletta úr andlitinu á mér og í þeim fannst krabbamein. Þegar verður vart einkenna ekki gera ekki neitt. Gerið eitthvað í málinu!“

Harrington dró sig úr Opna breska 2005, sem fram fór það ár á St Andrews vegna þess að faðir hann dó af krabbameini í vélinda.  Pádraig er nú mikill styrktaraðili Oesophageal Cancer Fund Ireland.

Krabbameinsmeðferðin

Pádraig sagði ennfremur: „Baráttan við krabbamein er ekki sú sama og fyrir 10 árum. Í stað einnar meðferðar eru þeir nú að blanda saman mismunandi meðferðum í baráttunni við krabbamein í vélinda.“

„Allir bregðast ólíkt við meðferð og það eru að verða hraðar framfarir í allri krabbameinslækningum. Ég sé það á ferðalögum mínum um heiminn. Það er auðveldara að fást við krabbamein á byrjendastigum en þegar það hefir náð útbreiðslu og er orðið að vandamáli.  Það er hægt að hljóta meðferð og lifa mun lengur.

„Faðir minn var með einkenni en hann gerði ekkert í þeim. Þetta er eðli karlmanna á Írlandi (og reyndar Íslandi líka) og sérstaklega eldri manna. Ég hallast meira í þvi að fara og gera eitthvað í málunum.“

„Ef ég er með verki fer ég og læt finna út hvað veldur þeim. Það er svolítið erfitt (að fara til læknis) en fólki líður mun betur á eftir!“