Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2014 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín með glæsiörn!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette er nú í 2. sæti á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas eftir 9 spilaðar holur á 1. hring mótsins.

Haraldur Franklín byrjaði á 10. teig og fékk strax flottan fugl á 11. holu.  Því miður fylgdi skolli strax á 12. braut …. en síðan fékk Haraldur Franklín glæsiörn á par-5 15. braut golfvallar Houston golfklúbbsins. Hann bætti síðan við öðrum fugli á 16. braut og er því búinn að spila sínar fyrri 9 (þ.e. seinni 9 á Houston golfvellinum) á 3 undir pari og er sem stendur í 2. sæti mótsins.

En …. það er mikið golf eftir.  Vonandi heldur Haraldur Franklín áfram á þessari braut.

Axel Bóasson, GK og Mississippi State, sem einnig leikur í mótinu er í 41. sæti sem stendur eftir 12 leiknar holur á 1 yfir pari.

Til þess að fylgjast með gengi Axels og Haraldi Franklín SMELLIÐ HÉR: