Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Sverrisdóttir – 23. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Sverrisdóttir. Guðrún er fædd 23. febrúar 1955 og er því 59 ára í dag.  Guðrún er í Golfklúbbi Borgarness. Komast má á facebook síðu Guðrúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðrún Sverrisdóttir (59 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG 23. febrúar 1957 (56 ára) – hann fór m.a. holu í höggi á æfingahring á Víkurvelli hjá GMS í sveitakeppni 2. deildar eldri karla í ágúst 2012); Gylfi Sigfússon, GR og GV, 23. febrúar 1961 (53 ára); Steve Stricker, 23. febrúar 1967 (47 ára); Michael Campell, 23. febrúar 1966 (48 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Anaïs Magetti (17/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 15. sætinu (voru jafnar í 15.-18. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 undir pari, 359 högg: Anaïs Magetti; Maria Salinas; Isabelle Boineau og Cathryn Bristow, en þar af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 12:15

Heimsmótið í holukeppni 2014: Flott högg GMac á par-3 3. holunni – Myndskeið

Það var Frakkinn Victor Dubuisson, sem sigraði Graeme McDowell (GMac) í 8 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni í gær, með minnsta mun. Fram að því var GMac búinn að ganga vel á heppni hinna írsku, náði oft með undraverðum hætti töframannsins að halda sér inni í keppninni, en mætti ofjarli sínum í Dubuisson.. GMac átti þó ýmis frábær högg eins og oft gerist á golfhring, jafnvel þó uppskeran sé ekki sigur. Hér má sjá glæsihögg GMac á par-3 3. holunni, en þar setur hann aðhögg sitt um 1 metra frá holu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 12:00

NASCAR kempur sem elska golf – Myndasería

Kevin Harvick, Elliott Sadler, Darrell Waltrip,  Ricky Stenhouse Jr. og Jimmie Johnson eru ekki þekktustu nöfnin í golfinu. Þeir eru miklu stærri hlutabréf í annarri íþróttagrein: NASCAR kappökstrum. NASCAR er stytting á The National Association for Stock Car Auto Racing. Þetta er fjölskyldurekið fyrirtæki sem stendur fyrir kappökstrum og var stofnað af Bill France eldri árið 1947, með höfuðstöðvar á Daytona Beach í Flórída. NASCAR kappar elska að fara hratt og því ættu þeir að vera velkomnir á hvaða golfvelli sem er …. til þess að halda uppi hraða. Og ofangreindir kappar að spila golf. Golf Channel hefir tekið saman myndaseríu yfir 10 þekktustu NASCAR kylfinganna. Til þess að sjá myndaseríu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 11:10

Heimsmótið í holukeppni 2014: Golfsvipmynd 3.umferðar

Golfsvipmynd 3. umferðar á heimsmótinu í holukeppni,  þ.e. föstudagsins 21. febrúar 2014 er sú sem tekin var á lokaflöt Dove Mountain, þegar þeir Ernie Els og Jason Dufner tókust í hendur eftir að Els hafði borið sigurorð af Dufner með minnsta mun 1&0. Eitthvað virðist tapið hafa farið í taugarnar á Dufner en hárið á honum stendur beint upp í loftið eins og á ketti.  Ósigurinn fékk hárin til að rísa á Dufner! Sjá má stöðuna á heimsmótinu í  holukeppni með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 11:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Hápunktar 4. umferðar – Myndskeið

Leikir í 4. umferð þ.e. 8 manna úrslitum heimsmótsins í holukeppni voru misjafnir. Þannig höfðu Ernie Els og Jason Day tiltölulega lítið fyrir sigrum sínum, meðan Victor Dubuisson og Rickie Fowler urðu að berjast fyrir sínum sigrum. Dubuisson lék við engan annan en GMac og Fowler tókst á hendur landa sinn Furyk, en báðar viðureignir fóru svo að sigur vannst með minnsta mun. Ernie Els átti stærsta sigurinn vann Jordan Spieth 4&2 og Jason Day fór líka fremur létt með Louis Oosthuizen 2&1. Spieth átti einkum í vandræðum með skapið á sér og sagði að andlega séð hefði hann verið dvergur, eða 13 ára útgáfan af sjálfum sér á vellinum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 10:00

LPGA: Anna Nordqvist sigraði í Thaílandi

Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist, sigraði á Pattaya Old Course, í Siam Country Club, í Chonburi Thailandi, á Honda LPGA Thailand mótinu. Hún var með 4 högga forystu á næstu keppninauta sína þær Michelle Wie og Inbee Park, og eflaust óþægilegt að vera með þær á hælunum. Nordqvist hélt þó haus og vann með 2 högga mun á þá sem varð í 2. sæti nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park. Nordqvist lék samtals á 15 undir pari, 273 (66 72 67 68) meðan Inbee var á samtals 13 undir pari, 275 höggum (71 71 67 66). Í 3. sæti varð skoska golfdrottningin Catriona Matthews á samtals 11 undir pari og í 4. sæti varð Michelle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur báðir á 78 á 2. hring í Texas

Axel Bóasson, GK og Mississippi State, er búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum  (72 78)  2. dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas. Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Lokahringurinn verður leikinn í dag. Axel er  í 61. sæti, (fór niður um 38 sæti frá deginum áður)  sem hann deilir með 7 öðrum keppendum.  Axel er   á 4. besta skori Mississippi State, sem er í 7. sæti í liðakeppninni og telur skor hans því. Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette, er 1 höggi á eftir búinn að spila á samtals 7 yfir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 09:30

Heimsmótið í holukeppni 2014: Els kominn í undanúrslit

Ernie Els komst áfram í undansúrslit  heimsmótsins í holukeppni fremur auðveldlega, í leik þar sem andstæðingur hans, hinn tvítugi Jordan Spieth komst aldrei á flug og var ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann hafði áður sýnt í mótinu. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Ernie Els) er 44 ára og gæti því verið pabbi Spieth.  Hann keppist nú við að verða elsti heimsbikarshafinn í holukeppni. Els komst í forystu þegar á 2. holu, gaf aldrei eftir forystu sína og komst í fjórðungsúrslit í fyrsta skipti í 13 ár. „Ég spilaði tiltölulega stöðugt golf,“ sagði Els, sem vann fyrri af tveimur Opnu bandaríska risamótstitilum sínum árið 1994, þegar Spieth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 02:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Day mætir Fowler og Els, Dubuisson í 4 manna úrslitum

Nú er lokið 4. umferð á heimsmótinu í holukeppni þ.e. 8 manna úrslitunum. Það liggur ljóst fyrir að Ástralinn Jason Day mun mæta Rickie Fowler frá Bandaríkjunum og Ernie Els mætir Victor Dubuisson. Hér eru úrslitin í heild eftir 4. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir) Bobby Jones riðill: Jason Day – Louis Oosthuizen – 2&1 Gary Player riðill: Ernie Els – Jordan Spieth 4&2 Ben Hogan riðill: Rickie Fowler –Jim Furyk 1&0 Sam Snead riðill: Victor Dubuisson – Graeme McDowell 1&0 Til þess að sjá úrslitin myndrænt SMELLIÐ HÉR: