Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 11:00

Heimsmótið í holukeppni 2014: Hápunktar 4. umferðar – Myndskeið

Leikir í 4. umferð þ.e. 8 manna úrslitum heimsmótsins í holukeppni voru misjafnir.

Þannig höfðu Ernie Els og Jason Day tiltölulega lítið fyrir sigrum sínum, meðan Victor Dubuisson og Rickie Fowler urðu að berjast fyrir sínum sigrum.

Dubuisson lék við engan annan en GMac og Fowler tókst á hendur landa sinn Furyk, en báðar viðureignir fóru svo að sigur vannst með minnsta mun.

Ernie Els átti stærsta sigurinn vann Jordan Spieth 4&2 og Jason Day fór líka fremur létt með Louis Oosthuizen 2&1.

Spieth átti einkum í vandræðum með skapið á sér og sagði að andlega séð hefði hann verið dvergur, eða 13 ára útgáfan af sjálfum sér á vellinum, en hann lét slakkt gengi fara í taugarnar á sér þannig að það sást m.a. þegar hann fór í kylfukast.  Um framkomu sína í leiknum við Els sagði Spieth: „Ég var ekki með sveifluna mína en ég var lítil dvergur andlega séð út á vellinum. Það er neyðarlegt þegar ég horfi tilbaka.  Ég var að henda frá mér kylfum og væla… og það er bara ekki hægt að láta svona. Í holukeppni verður maður að halda „kúl-inu“.  Í hvert skipti sem maður sýnir pirring er það veikleiki.“

Seinna tvítaði Spieth: „Ég fer hjá mér fyrir hvernig ég hegðaði mér úti á velli í dag. Ég spilaði eins og 13 ára útgáfan af mér andlega séð.“

Að lokum: Nokkra athygli vekur hversu skiptingin milli landa/heimsálfa er jöfn. Ekkert eitt land/heimsálfa á flesta fulltrúa í undanúrslitunum – þau lönd/heimsálfur, sem eru í undanúrslitum eru Bandaríkin (Fowler); Evrópa (Dubuisson); Ástralía (Day) og Suður-Afríka (Els).

Til þess að sjá hápunkta frá 4. umferð heimsmótsins í holukeppni þ.e. 8 manna úrslitunum SMELLIÐ HÉR: