Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 12:15

Heimsmótið í holukeppni 2014: Flott högg GMac á par-3 3. holunni – Myndskeið

Það var Frakkinn Victor Dubuisson, sem sigraði Graeme McDowell (GMac) í 8 manna úrslitum á heimsmótinu í holukeppni í gær, með minnsta mun.

Fram að því var GMac búinn að ganga vel á heppni hinna írsku, náði oft með undraverðum hætti töframannsins að halda sér inni í keppninni, en mætti ofjarli sínum í Dubuisson..

GMac átti þó ýmis frábær högg eins og oft gerist á golfhring, jafnvel þó uppskeran sé ekki sigur.

Hér má sjá glæsihögg GMac á par-3 3. holunni, en þar setur hann aðhögg sitt um 1 metra frá holu SMELLIÐ HÉR: