Hver er kylfingurinn: Jason Day?
Jason Day er vann 2. mótið sitt á PGA Tour þegar hann sigraði glæsilega á WGC Accenture Match Play, m.ö.o. heimsmótinu í holukeppni. Árangur Day hefir verið góður í nokkrum risamótum, en hann hefir m.a. tvisvar orðið í 2. sæti; þ.e. í the Masters 2011 þegar Charl Schwartzel vann og árið 2011 í Opna bandaríska, þegar Rory McIlroy vann. Í júní 2011 komst Jason í fyrsta sinn á topp-10 á heimslistanum. Eftir sigurinn á heimsmótinu í holukeppni er Jason nr. 4 á heimslistanum. Í júlí 2011 var Jason í 7. sæti heimslistans sem er það hæsta, sem hann hafði komist á heimslistanum fram til þessa. En hver er þessi ástralski kylfingur? Jason Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals hefja leik í dag í S-Karólínu
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens, hefja í dag leik á Converse College Spring Invite, en mótið fer fram í Spartanburg, Suður-Karólínu og stendur 24.-25. febrúar. Þetta er fyrsta mót „The Royals“ á vorönn. Í mótinu eru 35 þátttakendur frá 7 háskólum. Fylgjast má með Írisi Kötlu og „The Royals“ með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á 2 yfir pari e. 1. dag í Puerto Rico
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tekur þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fer á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico. Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Mótið stendur 23.-25. febrúar 2014. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og hann deilir sem stendur 42. sætinu ásamt 13 öðrum keppendum, sem allir voru með 74 högg. Í efsta sæti er Adam Schenk frá Purdue háskóla en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum (og á 8 högg á Guðmund Ágúst). Lið Guðmundar, ETSU er sem stendur í 15. og neðsta sætinu. Til þess að sjá stöðuna á Puerto Rico Classic Lesa meira
Hörkuvinnan að skila sér hjá Day
Jason Day hefir heyrt og fengið nóg af gagnrýnisröddunum, sem segja að maður með hans hæfileika ætti að hafa sigrað meira en aðeins 1 titil á PGA Tour, jafnvel þótt hann sé enn aðeins 26 ára. Annar sigur Day hefir verið lengi í burðarliðnum, en nú loks í gær sigraði hann á WGC-Accenture Match Play Championship. „Þetta hefir verið hörkuvinna í fríinu,“ sagði Day við fréttamenn eftir að hann vann Dubuisson 1&0 á 23. holu. „Ég hef verið að vinna mikið í ræktinni og að andlega þætti leiksins og þá borgaði sig þessa vikuna á WGC-Accenture Match Play Championship.“ „Það er langur tími síðan ég vann síðast. Í millitíðinni hef Lesa meira
Cheyenne Woods varð T-14 í Mesa
Cheyenne Woods, tók nú um helgina þátt í opnunarmóti Symetra mótaraðarinnar, Visit Mesa Gateway Classic, í Mesa, Arizona, en Symetra mótaröðin er einskonar 2. deild eða stökkbretti á LPGA mótaröðina. Cheyenne spilaði þar í boði styrktaraðila, m.a. vegna þess hversu mikla athygli sigur hennar í Ástralíu á Evrópumótaröð kvenna vakti í Bandaríkjunum. Hún landaði 14. sætinu sem hún deildi með 6 öðrum, en alls voru 119 keppendur í mótinu Cheyenne spilaði samtals á 3 undir pari, 213 höggum (75 67 71) Sigurvegari í þessu 1. móti Symetra mótaraðarinnar var Alena Sharp frá Kanada, en hún lék á 12 undir pari, 204 höggum (átti 9 högg á Cheyenne). Til þess að Lesa meira
Sigurpoki Jason Day
Ástralinn Jason Day vann fyrsta heimsbikarstitil sinn í gærkvöldi þegar hann lagði Frakkann Victor Dubuisson á 23. holu í WGC-Accenture Match Play Championship. Hér fer listinn yfir þær kylfur sem Day notaði í The Golf Club at Dove Mountain í Marana, Arizona, þ.e. þetta var í sigurpoka hans: • • • DRÆVER: TaylorMade SLDR (10.5° with a Matrix Ozik TP7HD skafti) BRAUTARTRÉ: TaylorMade RocketBallz (17.5° með Matrix Ozik TP7HD skafti) JÁRN: TaylorMade Tour Preferred MC (2-járn, 2011 edition); Tour Preferred MC (3-PW) með True Temper Project X Rifle 6.5 sköftum) FLEYGJÁRN: TaylorMade ATV (52° og 60° með True Temper Project X Rifle 6.5 sköftum) PÚTTER: TaylorMade Ghost Monte Carlo prototype Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín átti glæsilokahring í Texas upp á 69 högg!
Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette, átti glæsilokahring upp á 3 undir pari, 69 högg á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble, Texas. Mótið stóð dagana 21.-23. febrúar 2014 og voru þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lék samtals á 4 yfir pari 220 höggum (73 78 69) og hafnaði í 46. sæti ásamt 8 öðrum keppendum (og fór upp um 23 sæti eftir lokahringinn). Haraldur var á 1.-3. besta skori í liði sínu, Louisiana Lafayette, en í liðakeppninni varð Louisina í 13. sæti Axel Bóasson, GK og Mississippi State, lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (72 78 78) og hafnaði í 75. sæti Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Jason Day sigraði! – Hápunktar úrslitaleiksins
Það var Ástralinn Jason Day sem sigraði Frakkann Victor Dubuisson í úrslitaleiknum um heimsbikarinn í holukeppni. Dubuisson gaf sig ekki auðveldlega, en Day sigraði með minnsta mun 1&0 og fóru leikar á 23. holu. Þau voru reyndar alveg ótrúleg höggin sem Dubuisson átti og hann virtist alltaf bjarga sig. T.a.m. þegar bolti hans lenti við rætur kaktusar og hann tók fulla sveiflu gegnum hárbeittar kaktusnálarnar og sjónvarpskapal sem fyrir var og hitti inn á flöt u.þ.b. 1 meter frá pinna og bjargaði pari. Á næstu holu sló Dubuisson annað ótrúlega höggið gegnum eyðimerkurrunna og steina og inn á flöt og bjargaði pari. Day hafði sigur á 23. holu þegar hann Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Dubuisson vann Els 1&0
Victor Dubuisson er aðeins 1 leik frá því að verða 1. franski kylfingurinn til þess að sigra í heimsmótinu í holukeppni, en hann lagði Ernie Els nú í þessu á Accenture Match Play Championship. Els átti 3 holur á Dubuisson eftir 4 leiknar holur og það leit ekki vel út fyrir Frakkann, sem er 21 ári yngri en Els. En einmitt þegar leit út fyrir að þetta gæti ekki versnað átti Els slæmt chip á 8. holu og Dubuisson minnkaði bilið í 2 holur og síðan í 1 holu á 9. holu. Síðan fór Dubuisson á flug á 11. og 12. holu sem hann vann, en Els var búinn að jafna á Lesa meira
Heimsmótið í holukeppni 2014: Day vann Fowler 3&2 – Myndskeið
Jason Day er komin í úrslitin á heimsmótinu í holukeppi á Dove Mountain í Marana. Hann vann Rickie Fowler 3&2. Til að sjá kynningu Golf 1 á Jason Day SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá hápunktana í leik hans og Fowler með því að SMELLA HÉR:










