Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2014 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur báðir á 78 á 2. hring í Texas

Axel Bóasson, GK og Mississippi State, er búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum  (72 78)  2. dag á Bayou City Collegiate meistaramótinu í Houston golfklúbbnum, í Humble,  Texas.

Mótið stendur dagana 21.-23. febrúar 2014 og þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Lokahringurinn verður leikinn í dag.

Axel er  í 61. sæti, (fór niður um 38 sæti frá deginum áður)  sem hann deilir með 7 öðrum keppendum.  Axel er   á 4. besta skori Mississippi State, sem er í 7. sæti í liðakeppninni og telur skor hans því.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette, er 1 höggi á eftir búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (73 78)  og er í 69. sæti ásamt 4 öðrum keppendum – (fór niður um 34 sæti frá 1. degi).

Haraldur Franklín er á lakasta skori Louisiana Lafayette og telur það ekki.  Í liðakeppninni er Louisiana í 14. sæti þ.e. næstneðsta sætinu.

Til þess að sjá stöðuna á  Bayou City Collegiate meistaramótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: