Afmæliskylfingur dagsins: Auður Björt Skúladóttir – 27. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Björt Skúladóttir. Auður Björt er fædd 27. febrúar 1991 og á því 23 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju hér að neðan: Auður Björt Skúladóttir (23 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mariajo Uribe, 27. febrúar 1990 (24 ára); Jessica Korda, 27. febrúar 1993 (21 árs) …. og …. Sigmundur Guðmundsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Gunnar Hallberg (42 árs) Föt Til Sölu (33 ára) Jóhann Björn Elíasson (43 ára) Daðey Einarsdottir (54 ára) Dóra Birgis Art (36 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira
Eldri borgarar í SNAG í Kópavogi
Á hverjum fimmtudegi kl. 12:45 er boðið upp á SNAG-golf að Boðaþingi 9 2. hæð, þjónustumiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Öllum eldri borgurnum í Kópavogi er frjálst að mæta, en SNAG er skemmtileg afþreying og tilvalið að nýta sér það í dag og næstu fimmtudaga! Þegar Golf1 var á staðnum var hin 85 ára Svava Gunnlaugsdóttir, frá Siglufirði að æfa bæði högg og pútt, undir handleiðslu leiðbeinandans Katrínar. Eins voru þeir Ketill og Siggi á staðnum, en þeir eru fastagestir í fimmtudags-SNAG-inu, og eins mættu í fyrsta sinn hjón þegar leið á tímann en SNAG tímarnir eru, eins og segir, opnir öllum eldri borgurum í Kópavogi og ekki aðeins þeim sem Lesa meira
Vel heppnað herrakvöld GOT
Herrakvöld Golfklúbbsins Tudda, GOT, fór fram föstudaginn, 21. febrúar s.l. Þetta er 5. árið í röð sem GOT heldur herrakvöld og að venju var glæsilega að öllu staðið, hvort heldur var í umgjörð, skemmtun eða veisluföngum. Metaðsókn var að þessu sinni en um 240 herrar mættu til skemmtunarinnar. Var mál manna að kvöldið hefði verið einstaklega vel heppnað. Logi Bergmann Eiðsson var veislustjóri. Hér má sjá nokkrar myndir sem hér birtast með góðfúslegu leyfi skipuleggjanda skemmtunarinnar Hjartar Freys Vigfússonar:
Evróputúrinn: Hoey leiðir snemma dags á Tshwane Open
Í dag hófst í Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, Tshwane Open mótið, en það er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins. Snemma dags þegar þetta er ritað er Michael Hoey í forystu, en hann er kominn á 5 undir par eftir 8 spilaðar holur. Enn er samt mikið eftir og margt getur breyst í dag – úrslitafrétt verður ekki rituð fyrr en í kvöld. Hér má fylgjast með gangi mála á skortöflu á 1. degi Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:
Pettersen gæti orðið nr. 1
Suzann Pettersen hefir tækifæri að láta verða að veruleika það sem hún hefir stefnt að í mörg ár, nú um helgina: þ.e. að verða nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna. Hin 32 ára norska frænka okkar á möguleika á að hrinda Inbee Park frá Suður-Kóreu úr efsta sæti heimslistans, ef hún sigrar á HSBC Women’s Champions í Singapúr nú um helgina ef Inbee verður jafnframt ekki betri en T-3 með 2 öðrum leikmönnum. „Ég held að ég sé nógu góð til að vera nr. 1 á heimslistanum, annars held ég ekki að ég hefði haldið áfram að spila. Þetta er hvatning mín á hverjum degi,“ sagði Pettersen. „Ég held að það að ætla Lesa meira
GB: Pétur Sverrisson efstur e. 2. púttmót Eyjunnar púttmótaraðar GB
Í Borgarnesi fer fram geysispennandi púttmótaröð, sem nefnist Eyjan. Eftir tvo hringi er staðan sú að Pétur Sverrisson er í efsta sæti á samtals 57 púttum (30 27) Fast á hæla honum er kona hans Fjóla Pétursdóttir (29 30) og sonur Bjarki Pétursson afrekskylfingur (32 27) en þau eru jöfn í 2. sæti með samtals 59 pútt Sjá má stöðuna í heild í Eyjunni eftir 2. púttmótið hér að neðan: Staða Eyjan Innipúttmót #2 Hringur 1 Hringur 2 Samtals 1 Pétur Sverrisson 30 27 57 2 Bjarki Pétursson 32 27 59 3 Fjóla Pétursdóttir 29 30 59 4 Þórhallur Teitsson 31 30 61 5 Ingimundur Ingimundarson 33 30 63 6 Björgvin Óskar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2014
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 12 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 4 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Sigurður Arnar (f.m.), klúbbmeistari 12 ára og yngri hjá GKG 2012. Mynd: GKG Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka og spilaði þar í strákaflokki (14 ára og yngri) gegn strákum sem voru oft Lesa meira
Cheyenne með í Industry Hills
Þar sem Tiger Woods er búinn að vera í löngu fríi og sést ekki í eins mörgum mótum og áður þá er í staðinn hægt að fylgjast með Cheyenne frænku hans. Cheyenne Woods, mun spila í öðru Symetra Tour móti í Industry Hills þessa helgi, Volvik Championship, en þessi 23 ára stúlka er nýbúin að landa sínum fyrsta sigri á Evrópumótaröð kvenna þ.e í Australian Ladies Masters. Þetta var fyrsti stóri sigur hennar á atvinnumótaröð. Eftir sigurinn í Ástralíu tvítaði frændinn frægi, Tiger frænku sinn eftirfarandi: „Way to go @Cheyenne_Woods! great win and accomplishment. I’m so proud of you.” (Lausleg þýðing: Svona á að fara að því @Cheyenne–Woods! frábær sigur Lesa meira
Gallacher sér skoskum golfklúbbum fyrir hjartastuðtækjum
Fyrrum Ryder Cup fyrirliðinn skoski Bernard Gallacher sneiddi í fyrrahaust naumlega hjá dauða sínum og þakkar lífgjöf sína því að til staðar var hjartastuðtæki í hótelinu þar sem hann hné niður. Síðan að hann náði bata og eftir að hafa komist svona nærri dauða sínum, hefir Bernard starfað með Arrhythmia Alliance, sem vinnur að því að safna fé og kaupa fyrir hjartastuðtæki og dreifa þeim á þarfa staði. Góðgerðarsamtökin hafa hrundið af stað sérstöku átaki Bernard Gallacher Defibrillator Campaign með það að markmiði að tryggja að hjartastuðtæki séu til staðar í öllum golfklúbbum Skotlands. E.t.v. bjargar þetta átak Bernards Gallacher lífi einhvers kylfingsins! Í þessari viku stendur til að dreifa hjartastuðtækjum Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Rebecca Sörensen (19/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot, Kim Williams, Henni Zuel, Rebecca Lesa meira










