Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2014 | 12:00

Eldri borgarar í SNAG í Kópavogi

Á hverjum fimmtudegi kl. 12:45 er boðið upp á SNAG-golf að Boðaþingi 9 2. hæð, þjónustumiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Öllum eldri borgurnum í Kópavogi er frjálst að mæta, en SNAG er skemmtileg afþreying og tilvalið að nýta sér það í dag og næstu fimmtudaga!

Þegar Golf1 var á staðnum var hin 85 ára Svava Gunnlaugsdóttir, frá Siglufirði að æfa bæði högg og pútt, undir handleiðslu leiðbeinandans Katrínar.

Eins voru þeir Ketill og Siggi á staðnum, en þeir eru fastagestir í fimmtudags-SNAG-inu, og eins mættu í fyrsta sinn hjón þegar leið á tímann en SNAG tímarnir eru, eins og segir,  opnir öllum eldri borgurum í Kópavogi og ekki aðeins þeim sem búa í Boðanum.

Svavar hitti SNAG pútt/rúllskífuna. Mynd: Golf 1

Ketill hitti SNAG pútt/rúllskífuna þ. 6. febrúar 2014. Mynd: Golf 1

Siggi ásamt Katrínu í SNAG-i. Mynd: Golf 1

Siggi ásamt Katrínu í SNAG-i 6. febrúar 2014. Mynd: Golf 1

Hjón mættu í fyrsta SNAG tímann 6. febrúar 2014. Hér ásamt Katrínu SNAG-leiðbeinanda. Mynd: Golf 1

Hjón mættu í fyrsta SNAG tímann sinn 6. febrúar 2014. Hér ásamt Katrínu SNAG-leiðbeinanda. Mynd: Golf 1

Svava veit það eflaust ekki en hún á sama afmælisdag og Michelle Wie og virðist 11. október því vera afmælisdagur mikilla kylfinga!

Svava er að sögn að farin að missa sjón, en það var ekki að sjá á öryggi hennar í púttunum, en hún hitti m.a. „beint í mark“ þ.e. fékk ás og það ekki bara einn heldur fjóra í röð og vann því fréttamann Golf1 auðveldlega í 4-pútta keppni um að hitta í miðju púttskífu eða rúllskífu eins og það heitir í SNAG-inu! Púttarinn heitir nefnilega rúllari!

Ekki voru höggin síðri, en eitt sinn þegar Katrín, leiðbeinandi sagði Svövu að nú væri nú kominn tími á að hún slægi beint í miðjuna á kringlóttu rauð-og hvítlituðu höggskífunni, gerði Svava einmitt það.

SNAG-golf er skv. framangreindu ekki aðeins vinsælt meðal yngstu kylfinganna heldur einnig þeirra sem eldri eru.  Kylfurnar eru stórar og boltarnir á stærð við tennisbolta og eins í mörgum skemmtilegum litum,  þannig að mun betra er að sjá þá en hefðbundna hvíta golfbolta.

SNAG keppnir eru stórskemmtilegar og allir sem geta tekið þátt og haft gaman af!  Það er um að gera fyrir eldri borgara Kópavogs að mæta í Boðaþing 9, 2. hæð  kl. 12:45 í dag eða næstu fimmtudaga, en tímarnir eru alla fimmtudaga kl. 12: 45.