Enn ein smekkleysa Elkington
Svo virðist sem Stephen Elkington sé ótrúlega athyglissjúkur eða bara svona treggáfaður, nema hvorutveggja sé. Kannski að farið sé að síga á ógæfuhliðina hjá honum í golfinu fyrst hann þarf trekk í trekk að vera með móðgandi og meiðandi sagnir um hvað eina þar sem honum ber niður til þess eins að fá athygli. Fyrir nákvæmlega 10 dögum síðan, þ.e. 16. febrúar 2014, var enn eitt ósmekklega tvítið frá honum í umferð. Svo var að golffréttakonan Stephanie Wei var með vinkonum sínum í golfi á Norðurvelli LA Country Club. Stephanie tvítaði mynd af sér með vinkonum sínum þar sem hún sagði: „Girls gone golfing! Too much fun at LACC’s North Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU urðu í 9. sæti í Puerto Rico
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tóku þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fór á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico. Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum. Mótið stóð dagana 23.-25. febrúar 2014 og var lokahringurinn spilaður í gær. Guðmundur Ágúst lék samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (74 73 75) og varð í 52. sæti, sem hann deildi með 4 öðrum. Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu í golfliði ETSU, sem varð í 9. sætinu í liðakeppninni, sem það deildi með 3 öðrum liðum. Næsta mót Guðmundar Ágústs er General Hackler Invitational í Flórída, 10. mars n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira
Rose ekki með á Honda Classic
Nr. 6 á heimslistanum, Justin Rose dró sig úr Honda Classic mótinu vegna sinabólgu í hægri öxl. Umboðsmaður hans, Andrew Kipper, hjá Excel Sporst sagði í yfirlýsingu að dagskrá Rose, sem bókað hafði sig í 4 mót í röð væri of mikið og skrefið væri stigið til að hvíla öxlina. Þetta eru sömu meiðsl og urðu til þess að Rose dró sig úr mótunum í Abu Dhabi og Torrey Pines. Rose lék síðan í Northern Trust Open þar sem hann náði T-45 árangri og eins var hann með í WGC-Accenture Match Play Championship, þ.e. heimsmótinu í holukeppni, en datt úr eftir 2. umferð, þá þjáður í öxlinni. Rose ætlar samt að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 5. sæti í S-Karólínu
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens, tóku þátt í Converse College Spring Invite, en mótið fór fram í Spartanburg, Suður-Karólínu. Mótið stóð dagana 24.-25. febrúar og lauk því í gær, en þetta var fyrsta mót „The Royals“ á vorönn. Í mótinu voru 35 þátttakendur frá 7 háskólum. Íris Katla var í 6. sæti eftir fyrri daginn, sem hún deildi með 2 öðrum en lauk keppni ein í 5. sæti. Íris Katla lék á samtals 21 yfir pari, (82 83) Golflið Írisar Kötlu, The Royals, þ.e. Queens lauk keppni í 3. sætinu í liðakeppninni og Íris Katla var á næstbesta skorinu og taldi það því í árangri liðsins! Næsta Lesa meira
Landsliðsþjálfarinn heimsækir Norðurlandsúrvalið
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, heimsóttu efnilega kylfinga á Norðurlandi síðastliðna helgi. Tilgangur ferðarinnar var m.a að eiga fund með þjálfurum og forsvarsmönnum golfklúbba á Norðurlandi til að ræða uppbyggingarstarf og stefnumótun Golfsambandsins sem kynnt var á seinasta golfþingi. Í kjölfarið var fyrirlestur fyrir unga kylfinga á Norðurlandi um afreksstefnu sambandsins. Birgir Leifur sagði krökkunum frá sinni reynslu, allt frá fyrstu skrefunum á Akranesi og til dagsins í dag sem atvinnumaður. Æfing var morguninn eftir með Norðurlandsúrvalinu, sem skipað er efnilegustu kylfingum norðurlands 18 ára og yngri. Heiðar Davíð Bragason PGA kennari Golfklúbbsins Hamars á Dalvík fer með umsjón hópsins, en einnig var þjálfari Golfklúbbs Akureyrar, Brian Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese urðu í 1. sæti á Moe O´Brien – Andri Þór og Nicholls í 6. sæti
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese léku í Moe O´Brien mótinu, sem stóð dagana 24.-25. febrúar, en mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 68 frá 13 háskólaliðum: McNeese State, Abilene Christian, Incarnate Word, New Orleans, Nicholls, Stephen F. Austin, Belhaven, North Dakota, North Dakota State, Prairie View A&M, Texas-Pan American, Texas Southern, og Western Illinois. Mótið fór fram í 51. sinn, og var verið er að endurvekja mótið sem ekki hefir verið leikið frá árinu 2005. Golflið Ragnars Más, McNeese sigraði í mótinu, Þrír í golfliði McNeese röðuðu sér í efstu 3 sætin í einstaklingskeppninni og tveir aðrir voru í 6. Lesa meira
PGA: Scott og Tiger snúa aftur til keppni á Honda Classic
Mót vikunnar á PGA er Honda Classic og munu nr. 1 og 2 á heimslistanum, Tiger og Adam Scott vera með, en báðir snúa aftur eftir fremur langa fjarveru. Masters sigurvegarinn Scott er þannig að snúa aftur eftir 6 vikna frí og Tiger hefir ekkert spilað frá því að Dubai Desert Classic og hefir því verið frá keppni í næstum 4 vikur. Margir bestu kylfingar heims taka þátt í mótinu á Champions velli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórida – þ.á.m. Henrik Stenson, Phil Mickelson, Zach Johnson, Rory McIlroy og Sergio Garcia. Allt í allt eru 7 af 10 bestu kylfingum heims sem spila á Honda Classic og eru tilbúnir í slaginn. Auk Woods Lesa meira
Elkington með hommabrandara
Ástralski kylfingurinn Steve Elkington var einn af bestu kylfingum heims í kringum 1990. Hann vann m.a. 10 PGA Tour titla og þ.á.m. PGA Championship risamótið. Í seinni tíð hefir Elkington hins vegar verið þekktari fyrir að vera með rasista húmor, gera ósmekklega grín að þyrluslysinu í Skotlandi í fyrra og eins fyrir rifrildi sín á Twitter við Ian Poulter sem þolir Elkington ekki. Hér má sjá fyrri umfjöllun Golf 1 um Elkington: 1 ELKINGTON og þyrluslysið í Skotlandi 2 ELKINGTON og Ian Poulter Maður skyldi ætla að Elkington myndi draga djúpt andann og halda sér til hlés …. en síður en svo. Hann varð auðvitað að tjá sig eina ferðina Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema ——— 25. febrúar 2014
Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði átt 80 ára stórafmæli í dag! Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema e.t.v. fyrir að sigra Lesa meira
GK: Ólöf Baldurs best á 6. púttmóti Keiliskvenna
Farið er að síga á seinni hlutann í púttmótaröð Keiliskvenna, en á morgun miðvikudaginn 26. febrúar 2014 fer næstsíðasta púttmót Keiliskvenna fram. Fyrir viku síðan létu Keiliskonur ekki slæma veðrið stoppa sig og komu askvaðandi gegnum storminn. Úrslit kvöldsins (þ. 19. febrúar 2014) þ.e. í 6. púttmótinu eru eftirfarandi: 1. sæti 30 högg Ólöf Baldursdóttir 2.-5. sæti 31 högg Svava Skúladóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Birna Loftsdóttir Meðalskor kvöldsins var 34,5 og tóku 26 konur þátt. Þá eru heildarúrslit eftir fyrstu sex mótin, en 30 konur hafa tekið þátt í 4 eða fleiri mótum, eftirfarandi: 1. sæti 116 högg Þórdís Geirsdóttir 2. sæti 121 högg Ólöf Baldurs 3-4 sæti 124 Lesa meira










