Pettersen gæti orðið nr. 1
Suzann Pettersen hefir tækifæri að láta verða að veruleika það sem hún hefir stefnt að í mörg ár, nú um helgina: þ.e. að verða nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna.
Hin 32 ára norska frænka okkar á möguleika á að hrinda Inbee Park frá Suður-Kóreu úr efsta sæti heimslistans, ef hún sigrar á HSBC Women’s Champions í Singapúr nú um helgina ef Inbee verður jafnframt ekki betri en T-3 með 2 öðrum leikmönnum.
„Ég held að ég sé nógu góð til að vera nr. 1 á heimslistanum, annars held ég ekki að ég hefði haldið áfram að spila. Þetta er hvatning mín á hverjum degi,“ sagði Pettersen.
„Ég held að það að ætla sér að verða betri í dag en í gær sé það sem fær mann fram úr á morgnanna og það sem kemur manni í gegnum erfiðu dagana.“
„Það er augljóslega druamur minn að verða besti kvenkylfingur í heimi, ég er ekkert að fela það. En á sama tíma vil ég bara sjá hversu góð ég get orðið.“
Inbee Park, sem búist er við að missi 1. sæti sitt á Rolex-heimslistanum í ár, stóð sig hins vegar vel í Thaílandi í síðustu viku og er þar að auki sú sem á titil að verja í Singapúr þessa helgi.
Inbee sagði m.a. fyrir Singapore mótið: „Það er reyndar virkilega erfitt að sigra í hverju móti. Þetta er aðeins 2 vikan mín í keppni á þessu ári og það eru ekki mörg stig sem skilja að efstu 3 á Rolex-heimslistanum. „
Það eru 19 af 20 bestu kvenkylfingum heims sem spila nú um helgina í Singapúr á par-72 golfvellinum í Sentosa golfklúbbnum.
Eftir 1. dag HSBC mótsins er Suzann þó í 12. sæti á 71 höggi og Inbee er höggi betri eftir 1. hring þ.e. á 70 höggum og í 7. sæti. Sú sem leiðir er ástralska golfdrottningin Karrie Webb, sem spilaði fyrsta hring á 6 undir pari, 66 höggum og Suzann því þegar eftir 1. dag 5 höggum undir, ætli hún sér 1. sætið!
Til þess að sjá stöðuna á HSBC mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024