Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 16:00

Cheyenne með í Industry Hills

Þar sem  Tiger Woods er búinn að vera í löngu fríi og sést ekki í eins mörgum mótum og áður þá er í staðinn hægt að fylgjast með Cheyenne frænku hans.

Cheyenne Woods, mun spila í öðru Symetra Tour móti  í  Industry Hills þessa helgi, Volvik Championship,  en þessi 23 ára stúlka er nýbúin að landa sínum fyrsta sigri á Evrópumótaröð kvenna þ.e  í Australian Ladies Masters. Þetta var fyrsti stóri sigur hennar á atvinnumótaröð.

Eftir sigurinn í Ástralíu tvítaði frændinn frægi, Tiger frænku sinn eftirfarandi:  „Way to go @Cheyenne_Woods! great win and accomplishment. I’m so proud of you.” (Lausleg þýðing: Svona á að fara að því @Cheyenne–Woods! frábær sigur og afrek. Ég er svo stoltur af þér.“

Eftirnafnið Woods og fræg fjölskylda hennar mun alltaf vekja athygli á Cheyenne – sem er ekki svo slæmt eftir allt, ef marka á nýlega fyrirsögn í Forbes þar sem sagði „Cheyenne Woods poised to be the next big golf brand.” (Lausleg þýðing: Cheyenne Woods er næsta stóra vörumerkið í golfinu). Cheyenne er jafnframt komin með ábatasaman styrktarsamning við Nike, eins og Tiger.

Volvik Championship í Industry Hills er eins og segir 2. mót Cheyenne á Symetra túrnum, en hún tók líka þátt í opnunarmót mótaraðarinnar, Visit Mesa Gateway Classic, í Mesa Arizona þar sem hún varð í 14. sæti. Það bætist því við leikreynslu Cheyenne og hún er þegar að verða meðal efstu á næsterfiðustu mótaröð heims, sem er stökkpallur inn á þá erfiðustu LPGA.

Þetta er 54 holu mót og vinningsfé upp á $100,000 purse, þar af fær sigurvegairnn $15,000 is designated for the winner. Mótið fer fram á Eisenhower vellinum og Hannah Yun á titil að verja.

Þetta er í 2. skipti sem mótið er haldið eftir að það flutti sig um set frá Orlando, Flórída.

Margir sterkir kvenkylfingar spila á Symetra Tour m.a. fyrrum kylfingar UCLA Stephanie Kono, Lee Lopez og Brianna Do sem og fyrrum USC kylfingurinn Jennifer Song. Birdie Kim, sem sigraði á U.S. Women’s Open, 2005, verður líka með í mótinu.