Evróputúrinn: 10 flottustu albatrossarnir – Myndskeið
Hvað er eiginlega albatross? Skv. golf-alfræðiorðabók Dr. Ingimars merkir albatross „að leika holu á þremur höggum undir pari.“ Ennfremur segir: „Slíkt er aðeins mögulegt á brautum, sem eru par-4 eða par-5. Albatross er afar sjaldséður í golfi, rétt eins og samnefndur fugl. Árið 1975 lék Bandaríkjamaðurinn John Eakin 15. holuna á Mahaka Inn West vellinum, sem var 548 m löng, á tveimur höggum. Í Bandaríkjunum eru einnig notuð hugtökin double eagle og golden eagle yfir albatross.“ Golfing World hefir tekið saman myndskeið yfir 10 flottustu albatrossana á Evróputúrnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Webb efst e. 2. dag í Singapúr
Það er ástralska golfdrottningin Carrie Webb, sem heldur 1. sætinu 2. daginn í röð á Serapong golfvelli Sentosa golfklúbbsins í Singapúr, þar sem HSBC Women´s Champion mótið fer fram. Webb er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69). Í 2. sæti er bandaríska stúlkan Angela Stanford 2 höggum á eftir Webb og í 3. sæti er Teresa Lu frá Taíwan, enn öðru höggi á eftir. Fjórða sætinu á samtals 4 undir pari, hver, deila síðan 5 kylfingar: Caroline Hedwall, Paula Creamer, Danielle Kang, Morgan Pressel og sigurvegari síðustu helgi í Thaílandi: Anna Nordqvist. Þess mætti geta að Paula Creamer er nýtrúlofuð og Morgan Pressel, giftist Lesa meira
Evróputúrinn: Hápunktar 1. dags Tshwane Open
Englendingurinn Simon Dyson fékk fugla á síðustu 4 holunum og náði þannig forystu á sameiginlegu móti Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins, Tshwane Open, sem fram fer á Copperleaf Golf & Country Estate, í Suður-Afríku nú um helgina. „Þetta var virkilega næs“ sagði Dyson, sem krækti sér í síðasta sigur sinn á KLM Open 2011. Honum tókst að landa þessu 7 undir pari skori rétt áður en hringnum var frestað, á þessum 7964 yarda Ernie Els hannaða golfvelli, sem er sá lengsti á Evróputúrnum og situr ásamt heimamanninum Trevor Fisher jnr. í efsta sæti eftir 1. dag – en Fisher á þó eftir að spila 2 holur. Kylfingar frá Suður-Afríku hafa sigrað í Lesa meira
Slök byrjun hjá Tiger á Honda Classic!
Tiger Woods hóf leik í gær í 2. sinn á árinu á PGA Tour – þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar frá Farmers Insurance Open fyrir mánuði síðan þegar hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn í því móti. Fyrsti hringur hans á Honda Classic gefur ekki tilefni til bjartsýni að hlutirnir séu að snúast til betri vegar hjá honum. Tiger kláraði 1. hring á 71 höggi á PGA National, sem er í besta falli árangur í meðallagi. En hann átti sín móment, þegar slátturinn var góður, en hann var ekki með stöðugleikann til þess að setja saman pottþéttan hring. Tiger hitti aðeins 8 af 14 brautum og Lesa meira
GK: Fjölskyldufjör í Keili á morgun!
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis (GK) er eftirfarandi tilkynning frá Afreksunglingum klúbbsins: „Laugardaginn 1. mars kl. 14-17 halda ungu kylfingarnir í Keili Fjölskyldufjör í Hraunkoti, Steinholti 1 í Hafnarfirði. Hraunkot er staðsett þar sem Sædýrasafnið var áður starfrækt. Gamla hvalalaugin úr Sædýrasafninu gegnir nú nýju hlutverki. Þar rekur Golfklúbburinn Keilir eina bestu golfæfingaraðstöðu landsins og mikilvægan útungunarstað afrekskylfinga. Í Hraunkoti er hægt að æfa golf allan ársins hring við góðar aðstæður inni og úti. Þangað kemur fólk á öllum aldri að æfa golf, sumir að prófa í fyrsta sinn og þar æfa einnig bestu kylfingar landsins. Í Hraunkoti æfa kylfingar á öllum æviskeiðum; gamlir og ungir, stelpur og strákar, karlar og Lesa meira
PGA: Rory á 63 og efstur – Hápunktar 1. dags á Honda Classic
Í gær hófst á Champions golfvelli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída, Honda Classic mótið. Flestir bestu kylfinga heims taka þátt. Eftir 1. dag er Rory McIlroy efstur á 7 undir pari, 63 höggum. Sjá má viðtal við Rory eftir 1. hringinn með því að SMELLA HÉR: Fast á hæla honum, aðeins 1 höggi á eftir er Russell Henley á 5 undir pari, 64 höggum. Þrir kylfingar deila síðan 3. sætinu: Rory Sabbatini, William McGirt og Jamie Donaldsson, allir á 5 undir pari, 65 höggum. Tiger Woods er heillum horfinn á 1 yfir pari, 71 höggi og í 81. sæti. Tiger má hafa sig allan við í dag, bara Lesa meira
GR: Marólína best á 6. púttmóti GR-kvenna
Fyrir viku síðan fór fram 6. púttmót GR-kvenna. Kvennanefnd GR sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu um mótið: „Það voru nákvæmlega 96 GR konur sem létu sig hafa það að brjótast í gegnum veðurhaminn til að taka þátt í sjötta púttkvöldi GR kvenna. Þakkavert er að engin skyldi hafa farið sér að voða við að komast á milli bíls og húss, því norðanbálið gekk ofsafengið yfir Korpuna í kvöld. Skorið var nokkuð jafnt að þessu sinni, voru margar okkar með góðan hring sem bættist við hina góðu hringina. Nú eru aðeins tvö kvöld eftir og spennan vitaskuld farin að magnast, aðeins munar fjórum höggum á fyrsta og áttunda sæti. Þær stöllur Lesa meira
Rory: „Ég gat bara ekki meir!“
Það er komið að því: Honda Classic er hafið. Rory McIlroy hefir snúið aftur til keppni til staðar þar sem hann hefir unnið einn mesta sigur sinn… en kannski líka beðið mesta ósigur sinn sem atvinnumaður. Fyrir tveimur árum sigraði McIlroy á Honda Classic, en aðeins fyrir ári síðan gekk hann af velli með lélegt spil og viðkvæma sál. „Maður ætti aldrei að hætta keppni, sama hversu slæmur leikurinn er,“ sagði Rory eftir Honda Classic Pro-Am keppnina nú. „Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem mér fannst ég ekki geta tekist á við allt; sérstaklega ekki þangað sem ég stefndi; í það að vera á 90 höggum, það Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Henni Zuël (20/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot, Kim Williams, Henni Zuël, Rebecca Lesa meira
Evróputúrinn: Dyson og Fisher jnr. efstir e. 1. dag á Tshwane Open
Í dag hófst í Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, Tshwane Open mótið, en það er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins. Þeir sem eru í forystu eftir 1. dag eru heimamaðurinn Trevor Fisher jnr. og Simon Dyson. Báðir léku þeir á 7 undir pari, 65 höggum – Fisher á að vísu eftir að spila 2 holur, en leik var frestað vegna hættulegra aðstæðna. Fimm deila 3. sætinu á 66 höggum, þar af eiga 2 eftir að ljúka hringjum sínum; en þeir sem hafa lokið eru Englendingurinn Ross Fisher og heimamennirnir Jared Harvey og Erik van Rooven. Til að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:










