Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Hoey leiðir snemma dags á Tshwane Open

Í dag hófst í Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, Tshwane Open mótið, en það er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins.

Snemma dags þegar þetta er ritað er Michael Hoey í forystu, en hann er kominn á 5 undir par eftir 8 spilaðar holur.

Enn er samt mikið eftir og margt getur breyst í dag – úrslitafrétt verður ekki rituð fyrr en í kvöld.

Hér má fylgjast með gangi mála á skortöflu á 1. degi Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: