Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn J. Vilhjálmsson – 2. mars 2014
Það er sjónvarpsmaðurinn og stórkylfingurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Þorsteinn er fæddur 2. mars 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Thorsteinn J. Vilhjalmsson (50 ára stórafmæli!!! Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (70 ára stórafmæli – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (69 ára), Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (58 ára); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (56 ára); Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour – evrópsku öldungamótaröðinni), 2. mars 1962 (52 ára); Joanna Klatten, 2. Lesa meira
Evróputúrinn: Ross Fisher sigraði á Tshwane Open
Það var enski kylfingurinn Ross Fisher sem landaði sigri á Tshwane Open, á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku. Fisher stóðst áhlaup frá Michael Hoey, sem gerði heiðarlega tilraun til sigurs, sem og heimamaðurinn Danie Van Tonder. Fisher lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (66 65 67 70). Van Tonder og Hoey voru 3 höggum á eftir á 17 undir pari, hvor og í 4. sæti varð spænski kylfingurinn Carlos del Moral enn öðru höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:
Arnarpútt Paulu Creamer – Myndskeið
Paula Creamer alías bleiki pardusinn sigraði Azahöru Muñoz í bráðabana á Sentosa, í Singapúr fyrr í dag með glæsilegu arnarpútti. Þannig var að þær voru báðar jafnar á 10 undir pari, hvor og því var par-5 18. holan spiluð aftur í bráðabana. Í fyrra skiptið fengu þær báðar par en í seinni skiptið setti Muñoz niður fugl en Creamer átti eftir 25 metra fyrir erni …. og sigri ….. og púttið datt. Sjá má arnarpútt Creamer með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá viðbrögð Creamer eftir að hún setti arnarpúttið niður:
Hvað skal gera í eldingu á golfvöllum?
Í gær birti Golf 1 mynd af 2. flötinni á Narooma golfvellinum í Ástralíu en þar hafði eldingu lostið niður. Hér á Íslandi erum við svo heppin að þrumur og eldingar eru sárasjaldgæfar og því meginpartur íslenskra kylfinga því e.tv. ekki með það á hreinu hvað gera skuli þegar vart verður þruma og eldinga á golfvelli. Það fer yfirleitt ekki milli mála þegar von er á þrumum og eldingum – það dimmir skyndilega og fer að rigna eins og hellt væri úr fötu. Yfirleitt heyrist fyrsta þruman í einhverri fjarlægð OG ÞÁ BER KYLFINGUM AÐ YFIRGEFA GOLFVÖLLINN OG LEITA SKJÓLS HELST Í KLÚBBHÚSI, SEM YFIRLEITT ER MEÐ ELDINGAVARA. Alls ekki Lesa meira
Af hákörlum og öðru hættulegu við golfholur
Sumar holur í golfi eru hættulegri en aðrar. Sú sem fengið hefir einhverja mestu umfjöllunina í því efni er sú 15. í Carbrook golfklúbbnum í Queensland, Ástralíu. Fimmtánda brautin liggur öll meðfram vatnshindrun og í henni eru hákarlar. Hákarlarnir komust í vatnið þegar flóð var á þessum slóðum fyrir nokkrum árum, en þá er talið að þeim hafi „skolað á land“ og þeir orðið eftir þegar flóðinu linnti. Þeir eru raunverulegir u.þ.b. 2,5-3 metra langir, svangir og eru núorðið á lógói klúbbsins og í raun flaggskip hans. Það er reyndar ansi taugatrekkjandi að spila 15. brautina, en engar fréttir hafa borist frá vellinum af kylfingum sem dottið hafi í vatnið og Lesa meira
LPGA: Paula Creamer sigraði í Singapúr
Það var Paula Creamer sem stóð uppi sem sigurvegari á HSBC Women´s Champions, eftir bráðabana við Azahara Muñoz. Eftir hefðbundinn leik á 72 holum, voru báðar á samtals 10 undir pari, 276 höggum; Creamer (67 73 69 69) og Muñoz (69 72 67 70). Par-5, 18. holan var leikin tvisvar: Í fyrra skiptið fengu Creamer og Muñoz báðar par og í seinna skiptið fékk Muñoz fugl og Creamer sigraði með erni! Og það ekki hvernig erni sem er heldur glæsilegu 25 metra arnarpútti!!! Glæsilegt að innsigla sigurinn með svona töfrapútti!!! „Þetta var eitt af þessum púttum, þar sem ef maður nær honum (boltanum) á réttan punkt þá fellur hann,“ sagði Lesa meira
PGA: Rory leiðir enn fyrir lokahring Honda Classic – Tiger stormar upp skortöfluna
Rory McIlroy er enn í forystu fyrir lokahring Honda Classic, en hann er búinn að leiða alla 3 mótsdaganna. Rory hefir 2 högga forrskot á þann sem næstur kemur; Russel Henley, en Rory er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 198 högg (63 66 69). Russel Henley er hins vegar á samtals 10 undir pari, 200 höggum (64 68 68). Skotinn Russell Knox er í 3. sæti á samtals 9 undir pari og Jhonattan Vegas frá Venezuela er í 4. sæti á samtals 8 undir pari. Tiger stormar upp skortöfluna eftir frábæran hring upp á 65 högg í dag. Samtals er Tiger því búinn að spila á 5 Lesa meira
Hvaða kylfingur tekur sig best út í sundfötum?
Hvaða kylfingur skyldi nú taka sig best út í sundfötum? Er það Jason Dufner eða Bubba Watson? Lexi Thompson eða Blair O´Neil? Dæmið sjálf en Golf Digest hefir tekið saman sína eigin sundfataútgáfu af kylfingum í bikiníum og sundskýlum SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Ross Fisher tekur afgerandi forystu á 3. degi Tshwane Open
Það er Englendingurinn Ross Fisher sem leiðir enn á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, á Tshwane Open mótinu eftir 3. dag, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins. Ross Fisher er samtals búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 65 67) og hefir 5 högga forystu nú á þann sem er í 2. sæti, Norður-Írann Michael Hoey, sem spilað hefir á 13 undir pari, 203 höggum (69 65 69). Þriðja sætinu deila sem fyrr Simon Dyson og Carlos del Moral, báðir nú á samtals 12 undir pari hvor. Til að sjá stöðuna eftir 3. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags Tshwane Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Kim Williams (21/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 10. sætinu (voru jafnar í 10.-14. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 undir pari, 358 högg: Ariane Provot, Kim Williams, Henni Zuël, Rebecca Lesa meira










