Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 14:30

Evróputúrinn: Ross Fisher sigraði á Tshwane Open

Það var enski kylfingurinn Ross Fisher sem landaði sigri á Tshwane Open, á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku.

Fisher stóðst áhlaup frá Michael Hoey, sem gerði heiðarlega tilraun til sigurs, sem og heimamaðurinn Danie Van Tonder.

Fisher lék á samtals 20 undir pari, 268 höggum (66 65 67 70).

Van Tonder og Hoey voru 3 höggum á eftir á 17 undir pari, hvor og í 4. sæti varð spænski kylfingurinn Carlos del Moral enn öðru höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: