Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 18:15

Evróputúrinn: Ross Fisher tekur afgerandi forystu á 3. degi Tshwane Open

Það er Englendingurinn Ross Fisher sem leiðir enn á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, á Tshwane Open mótinu eftir 3. dag, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins.

Ross Fisher er samtals búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 65 67) og hefir 5 högga forystu nú á þann sem er í 2. sæti, Norður-Írann Michael Hoey, sem spilað hefir á 13 undir pari, 203 höggum (69 65 69).

Þriðja sætinu deila sem fyrr Simon Dyson og Carlos del Moral, báðir nú á samtals 12 undir pari hvor.

Til að sjá stöðuna eftir 3. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: