Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 14:00

Arnarpútt Paulu Creamer – Myndskeið

Paula Creamer alías bleiki pardusinn sigraði Azahöru Muñoz í bráðabana á Sentosa, í Singapúr fyrr í dag með glæsilegu arnarpútti.

Þannig var að þær voru báðar jafnar á 10 undir pari, hvor og því var par-5 18. holan spiluð aftur í bráðabana.  Í fyrra skiptið fengu þær báðar par en í seinni skiptið setti Muñoz niður fugl en Creamer átti eftir 25 metra fyrir erni …. og sigri ….. og púttið datt.

Sjá má arnarpútt Creamer með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá viðbrögð Creamer eftir að hún setti arnarpúttið niður:

Paula Creamer

Paula Creamer