Hvað skal gera í eldingu á golfvöllum?
Í gær birti Golf 1 mynd af 2. flötinni á Narooma golfvellinum í Ástralíu en þar hafði eldingu lostið niður.
Hér á Íslandi erum við svo heppin að þrumur og eldingar eru sárasjaldgæfar og því meginpartur íslenskra kylfinga því e.tv. ekki með það á hreinu hvað gera skuli þegar vart verður þruma og eldinga á golfvelli.
Það fer yfirleitt ekki milli mála þegar von er á þrumum og eldingum – það dimmir skyndilega og fer að rigna eins og hellt væri úr fötu. Yfirleitt heyrist fyrsta þruman í einhverri fjarlægð OG ÞÁ BER KYLFINGUM AÐ YFIRGEFA GOLFVÖLLINN OG LEITA SKJÓLS HELST Í KLÚBBHÚSI, SEM YFIRLEITT ER MEÐ ELDINGAVARA.
Alls ekki á að halda áfram með hringinn, sama þó viðkomandi hafi farið holu í höggi fyrr á hringnum og lítið er eftir eða verið er að spila hring ævinnar!
Á öllum helstu mótaröðunum heims er leik hætt vegna „dangerous situation“ þ.e. hættulegs ástands á golfvellinum og viðvörunarkerfi fer í gang á vellinum þ.e. viðvörunarhringing sem segir öllum kylfingum að stöðva eigi leik. Honum má síðan fram halda í samráði við klúbbinn, þegar þrumum og eldingum lýkur.
En hvað ef þrumurnar koma ykkur í opna skjöldu? – Þið eruð á miðjum velli langt frá klúbbhúsi? Ekki fara í golfbíl, ekki fara í lítil óvarin hús og ekki leita skjóls undir háum stökum trjám. Skiljið allt eftir og reynið að mjaka ykkur í átt að klúbbhúsinu. Það er jafnvel betra að beygja sig niður á opnu svæði á miðri braut ef eldingin er rétt hjá ykkur heldur en að standa undir háu tré því eldingar leita alltaf í hæstu punktana.
Hér eru nokkur ráð um hvað gera skuli á golfvelli í eldingu, tekin saman af sambandi bandarískra golfvallarstarfsmanna (ens. : the Golf Course Superintendents Association of America):
1. Leitið skjóls. Um leið og þruma og eldinga verður vart komið ykkur í klúbbhúsið. Hættið leik og leitið skjóls í þrumuveðri um leið og viðvörunarkefi fer í gang.
2. Ef mögulegt reynið að komast af golfvellinum í eldingarvarið hús (opnar byggingar veita enga vernd fyrir eldingum jafnvel þó þær séu með eldingarvara – þannig að halda verður þeim lokuðum.
3. Standið ekki undir tré. Það er þar sem flest fólk meiðist eða deyr þegar eldingu lýstur niður.
4. Haldið ykkur frá öllu vatni/m.a. vatnshindrunum.
5. Haldið ykkur frá golfkylfunum ykkar / það má sækja þær seinna.
6. Ef þið eruð með járntakka undir golfskónum, farið úr þeim eða fjarlægið takkana.
7. Ekki fara í golfbíla.
8. Ef þið eruð á opnu svæði – leitið skjóls í lægsta punkti t.a.m. gjá eða dal. (Ef þið finnið fyrir kitlandi tilfinningu og hárin á höndum ykkar standa upp, beygið hnén húkið niður og reynið að gera umfang ykkar sem minnst, með hendur fyrir framan hnén. Ef þið eruð í hóp passið að hafa u.þ.b. 5 metra á milli ykkar – minni hætta á að elding hitti allan hópinn þá).
Hér má til gamans rifja upp eldingaratriðið í golfkvikmyndinni Caddyshack, sem er víti til varnaðar SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024