Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 17:30

DJ í Goldsmith

Í gær var Dustin Johnson (DJ) í Goldsmith golfversluninni á Myrtle Beach í Flórída. Goldsmith er ein stærsta golfverslunarkeðja Bandaríkjanna og hefir á boðstólum allt varðandi golf: golfútbúnað, golffatnað, golfaukahluti ; stutt: allt sem snertir golf. DJ fylgdist m.a. með hinum 3 ára Anthony Tatro pútta, en litli guttinn þykir mikið efni! Sjá má fleiri myndir af þeim DJ og Tatro með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurmann Rafn Sigurmannsson – 1. mars 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurmann Rafn Sigurmannsson. Sigurmann er fæddur 1. mars 1983 og á því 31 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan Sigurmann Rafn Sigurmannsson (31 árs – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pat Perez, 1. mars 1976 (38 ára) ….. og  ….. Islensk Grafik (45 ára) Jón Hallvarðsson (36 ára) Opni Listaháskólinn (24 ára) Larus Ymir Oskarsson  FashionMonster Sölusíða (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 13:30

Tiger ánægður með að hafa komist í gegnum niðurskurð

Tiger átti enn einn erfiða hringinn á 2. hring Honda Classic á Palm Beach og rétt slapp með skrekkinn og náði niðurskurði í mótinu. Hefði hann ekki komist í gegnum niðurskurðinn hefði það verið í 11. skipti á öllum ferli hans, sem honum hefði ekki tekist ætlunarverkið. Þetta eru enn ein vonbrigðin en Tiger hefir ekkert verið að spila vel það sem af er árs, byrjaði illa í Torrey Pines og Dubai. Engu að síður staðhæfir hann að hann sé ánægður með árangur sinn í Flórída. „Þetta var barátta, það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Tiger. „Ég barðist um völlinn hér í dag. Ég var bara ekkert að slá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 13:15

Bernhard Gallacher hlýtur heiðursviðurkenningu fyrir lífstíðarstörf sín í þágu golfíþróttarinnar

Fyrrum Ryder Cup fyrirliði Evrópu Bernard Gallacher OBE hlaut heiðursvíðurkenningu í gær fyrir lífstíðarstörf sín í þágu golfíþróttarinnar á 2014 Scottish Golf Awards, sem er vel við hæfi í upphafi Ryder Cup árs. Gallacher tók við viðurkenningunni á Hilton Glasgow hótelinu fyrir framan  650 gesti. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna þegar Gallacher tók við viðurkenningunni úr höndum tvöföldum risamótssigurvegaranum  Sandy Lyle. Eftir að hafa átt stefnumót við dauðann s.l. ágúst þaðan sem hann rétt slapp – en Gallacher fékk hjartaáfall – þá átti hann í gær notalega kvöldstund með fjölskyldu, vinum og skoskum íþróttastjörnum, alls 650 manns – þ.á.m. skoska krulluliðinu sem stóð sig svo vel í Sochi. Gallacher átti þátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 13:00

Eldingar skildu eftir far á Narooma

Golfvöllurinn getur verið hættulegur staður. Það er ekki vanþörf á að vera með nokkur varúðarorð nú þegar þúsundir íslenskra golfara fara að leggja land undir fót og spila á erlendum golfvöllum. Það er stórhættulegt að spila golf í þrumuveðri þegar eldingum getur lostið niður.  Að ganga um golfvöll við slíkar aðstæður, sveiflandi járnkylfum kallar bara á stórslysin. Hér má sjá mynd af 2. flöt á Narooma golfvellinum í Ástralíu – Til að sjá heimasíðu Narooma SMELLIÐ HÉR:  Myndina hér að ofan setti klúbburinn á Facebook síðu sína. Enginn var á golvellinum s.l. miðvikudag þegar eldingunni laust niður , sem betur fer, en myndin bara góð áminning hvað hefði getað gerst ef einhver hefði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 12:45

LPGA: Webb enn efst

Ástralska golfdrottningin Karrie Webb hefir verið í forystu alla 3 fyrstu mótsdaga HSBC Women´s Championship í Singapúr. Webb er búin að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (66 69 70). Í 2. sæti er bandaríska stúlkan Angela Stanford nú aðeins 1 höggi á eftir Webb og  3. sætinu deila þær Teresa Lu og Azahara Muñoz , enn öðru höggi á eftir. Paula Creamer er í 5. sæti á samtals 7 undir pari; Morgan Pressel er í 6. sæti á samtals 6 undir pari og norska frænka okkar, Suzann Pettersen er í 7. sæti á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag HSBC  Women´s Champions mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 08:25

PGA: Rory enn í forystu – Hápunktar 2. dags Honda Classic

Rory McIlroy er enn með nauma forystu á Champions golfvelli PGA National í Palm Beach Gardens, Flórída, í  Honda Classic mótinu. Hann er búinn að spila á samtal 11 undir pari, 129 höggum (63 66). Í 2. sæti er Brendan de Jonge frá Zimbabwe á samtals 10 undir pari. Í 3. sæti er síðan Russel Henley á samtals 8 undir pari og i 4. sæti er síðan nafni hans Knox frá Skotlandi og Lee Westwood, báðir á samtals 7 undir pari, hvor. Tiger rétt komst í gegnum niðurskurð með hring upp á 1 undir pari, 69 höggum og er samtals á sléttu pari (71 69) og í 66. sæti. Meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Ross Fisher í forystu e. 2. dag Tshwane Open – Hápunktar

Það er Englendingurinn Ross Fisher sem leiðir á Copperleaf Golf & Country Estate í Centurion, Suður-Afríku, á Tshwane Open mótinu eftir 2. dag, en mótið er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins. Ross Fisher er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Daninn Morten Örum Madsen og þriðja sætinu deila forystumaður 1. dags Simon Dyson og Carlos del Moral, báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru Peter Lawrie og Grégory Havret. Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Tshwane Open SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sigurlína Jóna Baldursdóttir og Petrína Konráðsdóttir – 28. febrúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þær Sigurlína Jóna Baldursdóttir og Petrína Konráðsdóttir en þær fæddust báðar 28. febrúar 1964 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Petrínu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan, en Sigurlína Jóna er ekki á facebook Petrína Konráðsdóttir (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (83 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (78 ára);  Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (47 ára);  Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (31 árs) ….. og ….. Sverrir Einar Eiríksson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2014 | 13:20

GSÍ: Mótaskráin 2014

Mótaskrá GSÍ 2014 er þessa dagana að taka á sig endanlega mynd eftir að nefnd sem golfþing lagði til að stofnuð yrði hefur skilað af sér sínum tillögum.  Gert er ráð fyrir að sjö mót verði á Eimskipsmótaröðinni sem hefst 24. maí á Hólmsvelli í Leiru. Á Íslandsbankamótaröðinni verða sex mót, það fyrsta 24. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni. Sú breyting verður á í flokki 17-18 ára að leiknar 54 holur í tveimur stigamótum sumarsins, vegna reglna um heimslista áhugamanna. Keppendur í þessum flokki munu því hefja leik degi fyrr en aðrir keppendur. Mótaskrá Áskorendamótaraðar Íslandsbanka er enn í vinnslu en þeirri vinnu ætti að ljúka á næstu dögum. Lesa meira